Fyrsta mót af fjórum í heimsmótaröð alþjóðabogfimisambandsins innandyra (World Archery – Indoor World Series) er í fullum gangi þessa helgi í Ólympíuborginni Lausanne í Sviss.
Freyja Dís Benediktsdóttir byrjaði mótið með stæl og var ekki langt frá því að taka topp sætið í undankeppni mótsins í U21 flokki. Sýnt verður beint frá gull úrslitum mótsins hér kl 11:30 að staðartíma (10:30 að Íslenskum tíma). Áætlað er að klára brons úrslitaleikina áður en að streymi hefst.
Öllum leikjum í útsláttarkeppninni er nú lokið og aðeins 4 manna úrslit (undanúrslit) og gull/brons úrslitaleikirnir eftir. 4 manna úrslita leikirnir (undanúrslit) munu fara fram í fyrramálið kl 09:15 að staðartíma (08:15 að Íslenskum tíma sunnudagsmorgun 29.10.2023).
Í 4 manna úrslitum mun Freyja mæta fyrst Lara Drobnjak frá Króatíu. En þær hafa áður keppt gegn hver annarri á þessu ári um einstaklings brons verðlaun á Evrópubikarmóti U21 í Slóveníu í maí, þar sem að Lara hafði betur. Lea Tonus frá Lúxemborg mun mæta Mariia Brazhynk frá Sviss í hinum leik 4 manna úrslita. Sigurvegararnir úr 4 manna úrslitaleikjunum munu keppa um gull verðlaunin á fyrsta Indoor World Series móti 2024 mótaraðarinnar. Gaman er einnig að geta þessa að Lea tapaði gullinu fyrir Freyju í liðakeppni í meistaraflokki á Veronicas Cup World Ranking event í Slóveníu í maí á þessu ári, því má áætla að þetta verði jafnir og spennandi leikir í úrslitum trissuboga kvenna U21 á morgun.
Freyja er eini keppandi Íslands á fyrsta móti heimsmótaraðarinnar innandyra í bogfimi og er úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi. Freyja er búin að vera mjög stöðug í skori á síðustu mótum í undankeppni og gengið hefur verið mjög stöðugt í útsláttarkeppni þar sem að hún vann m.a. einnig fyrsta Íslandsbikarmótið í Íslandsbikarmótaröðinni í meistaraflokki óháðum kyni.
Valgerður Einarsdóttir Hjaltested er einnig út í Sviss og er að vinna sem starfsmaður á mótinu í tengslum við lærlings verkefni sem kallast “resident coaches program” hjá heimssambandinu í samstarfi við Olympic Solidary (Ólympíu samhjálpina). Valgerður býr út í Sviss að læra þjálfun í afreksíþróttamiðstöð World Archery í Lausanne þar sem að fyrsta mótið í heimsmótaröðinni er haldið. En fjallað verður meira um það síðar í öðrum fréttum.
Áfram Freyja!!! Áfram Ísland!!! Gullið heim!!!