Freyja Dís Benediktsdóttir stóð sig frábærlega á heimsmótaraðar tímabilinu innandyra og endaði í 6 sæti í undankeppni World Series U21 (HM).
https://www.ianseo.net/TourData/2024/16636/IQCU21W.php
Úrslitamót World Series heimsmótaraðarinnar var haldið í dag í Nimes Frakklandi eftir fjögurra mánaða keppnistímabil. Þar kepptu 16 efstu keppendur í mótaröðinni. “Besti í heiminum” í innandyra bogfimi er sá sem vinnur heimsmótaröðina og hreppir World Series Champion titilinn og er því næsta ígildi HM í markbogfimi innandyra.
Í október var Freyja í raun búin að tryggja sér topp 16 sæti og þar með þátttökurétt úrslitamótinu í dag. Þar sem hún vann silfur á undankeppnismótinu í Ólympíuborginni Lausanne Sviss í október.
Á úrslitamóti World Series U21 í dag mætti Freyja keppanda frá Frakklandi Alyssia Chambraud í fyrsta leik í útsláttarkeppni úrslitamótsins (áttundarúrslitum 1/8). En þar hafði sú Franska betur 144-139 og Freyja var því slegin út og endaði í 9 sæti í úrslitum World Series. Freyja byrjaði hægt í leiknum á meðan að Alyssia skaut vel og jafnt allan leikinn. Trissuboga keppnisgreinin er grimm og gefur enga sénsa til þess að gefa eftir, sérstaklega ekki á úrslitamótinu.
https://www.ianseo.net/TourData/2024/16636/IBCU21W.php
https://www.ianseo.net/TourData/2024/16636/IFCU21W.php
Freyja endaði í 6 sæti á World Series Elite U21 heimslista eftir mótaröðina og hún er fyrsti Íslenski keppandinn til þess að vinna sér þátttökurétt á úrslitamót World Series.
Gull og brons úrslitaleikirnir verða á morgun og verður sýnt beint frá þeim hér https://archery.tv/home/videos/t6q1CyHjZ1sqvaKKhZAF. Gull leikurinn verður milli tveggja Frakka og Danmörk og Tyrkland munu keppa um bronsið.
Freyja keppir fyrir Bogfimifélagið Bogann í Kópavogi í trissuboga kvenna U21 flokki og við munum næst sjá frá Freyju á EM U21 innandyra í Varazdin Króatíu 18-25 febrúar.
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um Freyju á tímabilinu í fréttunum hér fyrir neðan.
Freyja Dís Benediktsdóttir í kosningu meðal Kópavogsbúa um íþróttakonu Kópavogs 2023
Freyja Dís Benediktsdóttir í kosningu meðal Kópavogsbúa um íþróttakonu Kópavogs 2023
Freyja Dís Benediktsdóttir í kosningu meðal Kópavogsbúa um íþróttakonu Kópavogs 2023
Freyja Dís Benediktsdóttir í kosningu meðal Kópavogsbúa um íþróttakonu Kópavogs 2023
Freyja Dís Benediktsdóttir í kosningu meðal Kópavogsbúa um íþróttakonu Kópavogs 2023