FQT hefst í dag

Undankeppni í lokakeppni um sæti á Ólympíuleika hefst í dag kl 09:00 að staðar tíma.

Mótið er haldið í París í Frakklandi, þar sem 2024 Ólympíuleikarnir verða haldnir.

Í dag er undankeppni sveigboga karla þar sem Oliver Ormar Ingvarsson og Gummi Guðjónsson munu keppa. Á morgun er undankeppni sveigboga kvenna.

Öruggt telst að Marín muni ná inn í lokakeppnina en það verður bardagi fyrir Oliver og Gumma.

Óvíst er hve mörg einstaklingsæti verða í boði á Ólympíuleikana fyrir þá 156 karla og 105 konur sem keppa um sætin, allavega þar til liðakeppni er lokið. Liðakeppni fer fram strax eftir undankeppni þá verður það ljóst um hvort að 2-6 sæti séu í boði í hvoru kyni.

Mótið í heild sinni er algerlega lokað og haldið í svokallaðri “bubble”, þáttakendur eru fangelsaðir á hóteli og mega aðeins fara út af því til þess að fara á keppnisvöllinn og til baka. Allt gert í þeim tilgangi að tryggja öryggi keppenda við þátttöku á mótinu.

Hægt er að fylgjast með úrslitum og myndum á linkunum hérna fyrir neðan.

https://www.ianseo.net/Details.php?toId=8757

https://worldarchery.sport/competition/23436/tournois-qualification-finale-pour-jeux-olympiques#!/

https://m.facebook.com/archery.is/photos/?tab=album&album_id=1907201886116596&paipv=1&_rdr

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.