Íslandsmeistaramót Inni 2019

When

16/03/2019 - 17/03/2019    
All Day

Event Type

Íslandsmeistaramót Innanhúss 2019.

Hægt er að finna upplýsingar, skráningar og úrslit af mótinu á ianseo.net.

http://www.ianseo.net/Details.php?toid=5140

Texti úr skráningu hér fyrir neðan:

Íslandsmeistaramót Innanhúss 2019 í bogfimi verður haldið í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2, Reykjavík
Dagsetning mótsins er helgina 16-17 MARS 2019.

Það verður fréttamanna svæði á staðnum þar sem þeir hafa aðgang að góðu þráðlausu neti (wifi), mat, drykkjum og upplýsinga fulltrúa.

Nákvæmt skipulag fyrir Íslandsmótið verður hægt að finna um viku fyrir mótið á http://ianseo.net/TourList.php?Year=2019&countryid=ISL&comptime=&timeType=utc

Fjarlægðir og skífustærðir. (bæði í undankeppni og útsláttarkeppni, ekki er val um aðrar skífur)
Trissubogi: 18 metrar, 40cm þreföld skífa með lítilli tíu (6-10 triple)
Sveigbogi: 18 metrar; 40cm þreföld skífa (6-10 triple)
Berbogi: 18 metrar; 40cm full skífu stærð (1-10 full face)

Allir eru skráðir í liðakeppni.
Liðakeppni eru 3 persónur í liði af sama kyni, í sama aldursflokki og með sömu bogategund. 3 hæstu einstaklingarnir í undankeppni eru lið-1, 4,5 og 6 eru lið-2 o.s.frv. Félag skiptir ekki máli.
ATH Aðeins verður útsláttarkeppni í liðakeppni fyrir 4 hæstu liðin.

Klæðaburður á að vera snyrtilegur, ekki er leyfilegt að vera í felulitum, opnum skóm, ermalausum bolum eða gallabuxum. Æskilegt er að keppendur séu í félagsbúningum, landsliðsbúningum eða svipuðum bogfimifatnaði en það er ekki skylda.

Sér útsláttarkeppni verður á mótinu þar sem alþjóðlegir keppendur keppa (íslenskir keppendur eru líka alþjóðlegir). Top 16 í undankeppni komast áfram í alþjóðlegu útsláttarkeppnina.

Reglur heimssambandsins WA gilda nema annað sé tekið fram hér fyrir ofan.

Hafðu samband við bogfiminefndina president@bogfimi.is ef þig vantar upplýsingar eða aðstoð.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.