Íslandsmót Ungmenna og Masters Innanhúss 2019

Date/Time
Date(s) - 16/02/2019 - 17/02/2019
All Day

Location
Bogfimisetrið

Categories


Hér fyrir neðan er skráning og upplýsingar um Íslandsmót Ungmenna og Masters Innanhúss 2019 í bogfimi.

Þetta verður í fyrsta skipti sem haldið verður sér mót fyrir Ungmenni og Masters

Ástæðan fyrir því að sú ákvörðun var tekin að skipta mótunum innanhúss er út af stærð Íslandmótana Innanhúss. Það er orðið erfitt að koma öllum aldursflokkum fyrir á sömu helgina (laugardag og sunnudag), og ef gert er ráð fyrir vexti í íþróttinni verður ekki hægt að halda Íslandmót í öllum aldursflokkum sömu helgina. Þetta er einnig í samræmi við hvernig aðrar þjóðir haga sínum landsmótum og heimssambandið gerir það sama fyrir heimsmeistaramót.

Stór kostur fyrir yngri og eldri keppendur er að “Íslandsmót Ungmenna og Masters” og “Íslandsmótið” verða 2 ótengd mót og því geta yngri og eldri keppendur keppt á báðum mótum ef þeir vilja.

Einnig verður auðveldara að finna starfsfólk til að vinna á mótunum, þar sem þeir sem geta einungis keppt í opnum flokki geta unnið á Ungmenna og Masters mótinu. Og mögulega einhverjir í Ungmenna og Mastersflokkum aðstoðað á Íslandsmótinu í staðin.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.