Íslandsmót Ungmenna og Masters Innanhúss 2019

When

16/02/2019    
All Day

Where

Bogfimisetrið
Dugguvogur 2, Reykjavík

Event Type

Hér fyrir neðan er skráning og upplýsingar um Íslandsmót Ungmenna og Masters Innanhúss 2019 í bogfimi.

Hægt verður að fylgjast með skipulagi og upplýsingum um mótið á Ianseo.net http://www.ianseo.net/Details.php?toId=5124

Þetta verður í fyrsta skipti sem haldið verður sér mót fyrir Ungmenni og Masters

Ástæðan fyrir því að sú ákvörðun var tekin að skipta mótunum innanhúss er út af stærð Íslandmótana Innanhúss. Það er orðið erfitt að koma öllum aldursflokkum fyrir á sömu helgina (laugardag og sunnudag), og ef gert er ráð fyrir vexti í íþróttinni verður ekki hægt að halda Íslandmót í öllum aldursflokkum sömu helgina. Þetta er einnig í samræmi við hvernig aðrar þjóðir haga sínum landsmótum.

Stór kostur fyrir yngri og eldri keppendur er að “Íslandsmót Ungmenna og Masters” og “Íslandsmótið” verða 2 ótengd mót og því geta yngri og eldri keppendur keppt á báðum mótum ef þeir vilja.

Einnig verður auðveldara að finna starfsfólk til að vinna á mótunum, þar sem þeir sem geta einungis keppt í opnum flokki geta unnið á Ungmenna og Masters mótinu. Og mögulega einhverjir í Ungmenna og Mastersflokkum aðstoðað á Íslandsmótinu í staðin.

Nákvæmt skipulag fyrir Íslandsmótið verður hægt að finna á http://www.ianseo.net/Details.php?toid=5124

Aldursflokkar eru: (Aldur miðast við fæðingarár ekki fæðingardag)
E50 (50 ára á árinu og eldri) Masters
U21 (20 ára á árinu og yngri) Junior
U18 (17 ára á árinu og yngri) Cadet
U15 (14 ára á árinu og yngri) Cub
Byrjendaflokkur (Fullorðnir (21-49) ára sem eru að keppa á sínu fyrsta Íslandsmóti)

Fjarlægðir og skífustærðir. Ekki eru aðrar skífur í boði fyrir þessa flokka á þessu móti. Það er sökum skipulags og að mótið gangi hratt fyrir sig.

Trissubogi: (bæði í undankeppni og útsláttarkeppni)
E50: 18 metrar, 40cm þreföld skífa með lítilli tíu (6-10 triple)
U21: 18 metrar, 40cm þreföld skífa með lítilli tíu (6-10 triple)
U18: 18 metrar, 40cm þreföld skífa með lítilli tíu (6-10 triple)
U15: 12 metrar, 60cm full skífu stærð með lítilli tíu (1-10 full face)
Byrjendaflokkur 18 metrar, 40cm þreföld skífa með lítilli tíu (6-10 triple)

Sveigbogi: (bæði í undankeppni og útsláttarkeppni)
E50: 18 metrar, 40cm þreföld skífa (6-10 triple) ATH VIÐ HÖFUM BREYTT ÞESSARI SKÍFU Í 40CM FULLA SKÍFUSTÆRÐ.
U21: 18 metrar, 40cm full skífu stærð (1-10 full face)
U18: 18 metrar, 40cm full skífu stærð (1-10 full face)
U15: 12 metrar, 60cm full skífu stærð (1-10 full face)
Byrjendaflokkur 18 metrar, 40cm full skífu stærð (1-10 full face)

Berbogi: (bæði í undankeppni og útsláttarkeppni)
E50: 18 metrar, 40cm full skífu stærð (1-10 full face)
U21: 18 metrar, 40cm full skífu stærð (1-10 full face)
U18: 18 metrar, 40cm full skífu stærð (1-10 full face)
U15: 12 metrar, 60cm full skífu stærð (1-10 full face)
Byrjendaflokkur 18 metrar, 40cm full skífu stærð (1-10 full face)

ATH Aðeins verður útsláttarkeppni í flokkum þar sem 4 eða fleiri eru að keppa. Þegar færri en fjórir eru að keppa er notast við skor úr undankeppni til verðlauna afhendingar.

Allir eru skráðir í liðakeppni.
Liðakeppni er skipt þannig að 3 hæstu í sama bogaflokki, aldursflokki og kyni eru lið-1, 4, 5 og 6 sæti er lið-2 o.s.frv.
Liðið sem er með hæsta samanlagða skorið úr undankeppni vinnur.
(ekki verður útsláttarkeppni fyrir liðakeppni á Íslandsmóti ungmenna og masters að þessu sinni).

Klæðaburður á að vera snyrtilegur, ekki er leyfilegt að vera í felulitum (camo), opnum skóm (eins og sandölum), ermalausum bolum eða gallabuxum. Æskilegt er að keppendur séu í félagsbúningum, landsliðsbúningum eða svipuðum bogfimifatnaði en það er ekki skylda.

Samkvæmt reglum WA er leyfilegt er að keppa í fleiri en einum bogaflokki, en ekki má breyta skipulagi móts til að aðlaga mótið að þeim keppendum og ekki er leyfilegt að gefa auka tíma ef flokkar skarast á. Við gerum alltaf okkar besta svo að bogaflokkar skarist ekki á. Það þarf að skrá sig í hvern bogaflokk fyrir sig og greiða keppnisgjöld fyrir hvern bogaflokk er.

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.