Íslandsmeistaramót Innanhúss í opnum flokki 2021 verður haldið í Bogfimisetrinu.
Mótið átti upprunalega að halda í Mars en var frestað vegna Covid-19. Frekar en að halda Íslandmótið með breyttu keppnisfyrirkomulagi vegna Covid að halda það frekar seinni hluta ársins með venjulegu sniði.
Upplýsingar um skráningar, skipulag/dagskrá og allt er hægt að finna á ianseo.net nokkrum mánuðum fyrir mótið.
Sökum viðbótar útsláttarkeppni í félagsliðakeppni verður ekki mögulegt að sameina trissuboga og berboga á laugardeginum eins og tíðkast hefur. Berbogi verður því haldinn á föstudeginum eins og markmiðið hefur verið síðustu ár.
Leave a Reply