Eowyn Mamalias í BF Hróa Hetti varð Íslandsmeistari í harðri samkeppni í trissuboga kvenna U21

Mjög spennandi keppni var í trissuboga kvenna U21 um helgina. Anna María Alfreðsdóttir úr ÍF Akur var hæðst í undankepninni og jafnaði sitt eigið Íslandsmet. Í undanúrslitum mættust þær Sara Sigurðardóttir í Bogfimifélaginu Boganum og Anna María og endaði leikurinn jafn milli þeirra 142-142 og þurfti því að fara í bráðabana, þar hafði Sara betur og skaut 10 á meðan Anna María skaut 9 og komst þá Sara áfram í gull úrslit og Anna fór í brons úrslit. Eowyn Marie Mamalias í Bogfimifélaginu Hróa Hetti mætti Freyju Dís Benidiktsdóttir úr BF Boganum og var leikurinn þeirra mjög jafn en Eowyn hafði betur og vann Freyju 139-138 og hélt Eowyn því áfram í gull úrslit gegn Söru og Freyja fór í brons leikinn gegn Önnu Maríu.

Gull úrslita leikurinn á milli Eowyn og Söru endaði með naumum sigri Eowyn 140-138. Eowyn Marie Mamalias í BF Hróa Hetti varð því Íslandsmeistari í trissuboga kvenna U21.

Freyja keppti um bronsið við Önnu Maríu og endaði leikurinn 141-142 fyrir Freyju.

Vert er að geta að Íslandsmetið í útsláttarkeppni U21 trissuboga kvenna er 143 stig og þrjár af fjórum stelpunum í úrslitum áttu leik sem var einu stigi undir metinu. Þannig að þetta voru hörku keppnir hjá þeim öllum.

Eowyn keppti einnig í úrslitum í parakeppni með liðsfélaga sínum Nóam Óla Stefánsyni á móti Freyju Dís og hennar liðs félaga Nóa Barkasyni. Leikurinn var jafn en endaði 149-148 fyrir BF Boganum.

Íslandsmót ungmenna innanhúss var haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið laugardaginn 29. janúar og Íslandsmót U21 var haldið sunnudaginn 30. janúar. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu, Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Finna má heildarúrslit mótsins á vefsíðu skorskráningarkerfisins ianseo og horfa á öll úrslit úr mótinu á archery tv Iceland youtube rásinni.