Baldur Freyr úr BF Boganum Íslandsmeistari í Berboga karla U16 og jafnar Íslandsmetið

Baldur Freyr Árnasson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi varð Íslandsmeistari í Berboga karla U16 á Íslandsmóti ungmenna um helgina.

Baldur mætti liðsfélaga sínum Patrek Hall Einarsson í gull úrslitunum. Baldur og Patrek hafa mæst áður á Íslandsmóti ungmenna 2021, en þar tók Patrek sigurinn eftir að hafa skotið 9 á móti 8 í bráðabana. Nú hafði Baldur betur af og sigraði Patrek 6-0 og tók þar með gullið.

Í undankeppni var Baldur efstur og jafnaði Íslandsmetið 466 sem sett var árið 2020 af Þórir Freyr Kristjánsson í Skaust. Baldur vann parakeppni titilinn með liðsfélaga sínum Sóldísi Ingu Gunnarsdóttur og náðu þau Íslandsmeti. Baldur vann einnig liða titilinn með Patrek og hækku þeir, sitt eigið Íslandsmet upp í 920 stig. Ekki eru úrslit í liða- eða parakeppni U16/U18 og því titlarnir afhentir þeim sem skora hæstu stig í undakeppni mótsins.

Gæti verið mynd af 2 manns, people standing og innanhúss

Viktor Logi Birgisson í BF Boganum tók bronsið í berboga karla U16. Sóldís Inga varð Íslandsmeistari í berboga kvenna U16. Patrek Hall keppti einnig í berboga karla U21 og tók gullið þar.

Íslandsmót ungmenna innanhúss er haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið á laugardaginn 29. janúar og Íslandsmót U21 var haldið á sunnudaginn 30. janúar. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu, Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Finna má heildarúrslit mótsins á vefsíðu skorskráningarkerfisins ianseo og horfa á öll úrslit úr mótinu á archery tv Iceland youtube rásinni.