Eowyn í 9 sæti á Evrópuleikunum

Eowyn endaði í 9 sæti á Evrópuleikunum eftir tap á móti Toja Ellison frá Slóveníu 144-131.

Það var mjög erfitt að eiga við vindinn á mótinu og því hafði Toja töluvert forskot vegna reynslu. Aðal ástæðan fyrir því var vegna þess að æfingarsvæðið og keppnissvæðið snéru í sitt hvora áttina og vindurinn breyttist töluvert á meðan umferðin var í gangi.

Næstu Evrópuleikar verða 2023 í Póllandi.

Eowyn keppir næst á Norðurlandameistaramóti Ungmenna í U16 flokki þar sem hún er talin meðal þeirra líklegustu til að taka Norðurlandameistaratitilinn.

Eowyn vakti mikla athygli á leikunum þar sem hún var lang yngsti keppandinn og góðar líkur á því að birtar verði greinar um hana annar staðar í heimunum þar sem nokkur viðtöl voru tekin við hana á vellinum.

Myndir fengnar frá ÍSÍ http://isi.is/frettir/frett/2019/06/22/Eowyn-keppti-i-dag/

Hérna eru einnig myndir frá ÍSÍ af viðburðinum https://myndir.isi.is/%C3%93lymp%C3%ADskirvi%C3%B0bur%C3%B0ir/European-Games/2019-Minsk/

Grein af mbl.is um Eowyn https://www.mbl.is/sport/frettir/2019/06/23/su_yngsta_vakti_athygli_i_minsk/

Úrslitasíða worldarchery https://worldarchery.org/competition/18160/minsk-2019-european-games#/

Úrslitasíða ianseo http://www.ianseo.net/Details.php?toId=4802