EM farar strandaglópar í þýskalandi

Mikið gekk á í upphafi ferðarinnar.

Flugi frá Frankfurt til Ljubljana var aflýst og ekki var látið vita afþví. Þau 3 tóku eftir því þegar þau komu út á keflavíkurflugvöll og gátu ekki prentað út brottfararspjald frá Þýskalandi til Slóveníu.

Gummi hringdi á meðan þau voru á keflavíkurflugvelli í Lufthansa service center og konan þar tók frá 3 sæti til Ljubljana frá Frankfurt sem var 11 tímum seinna en upprunalega flugið. Ok frekar löng og leiðinleg bið en málið leyst.

Þau áttu að fara í service center í Frankfurt og staðfesta það þegar þau lentu. Af því að það var búið að skrá farangur í kerfið og konan í service center gat því ekki breytt bókuninni þá.

Þegar við komum til Frankfurt fór Gummi í service center og þá var búið að eyða 3 fráteknu sætunum og setja annað fólk í þau og flugvélin full.

Það var búið að aflýsa hinum 2 flugunum þann daginn og aflýsa 2 flugum daginn eftir og eina flugið daginn eftir var einnig fullt.

Þá eyddi Gummi 3 tímum í service center að reyna að finna lausn. Síminn hjá Gumma hætti einnig að virka og hann komst ekki á netið eða 4g og gat því ekki tékkað á mögulegum lausnum eða skjölum sem þurfti og enginn gat náð í hann.

Ein fyndin möguleg lausn var flug frá Íslandi til Frankfurt til Vín til Klagenfurt og tveggja þrepa lestarferð til Ljubljana.

Önnur fyndin lausn var að senda 2 í gegnum Pólland til Slóveníu frá Þýskalandi og skilja einn eftir í Frankfurt í 3 daga.

Leigja bíl í Frankfurt og keyra 12-13 tíma til Slóveníu leit út fyrir að vera mest aðlaðandi valmöguleikinn.

Þetta voru allt lausnir sem voru alvarlega íhugaðar.

Annað sem gerðist.

Astrid var stoppuð þrisvar í security check á keflavíkurflugvelli hún sjálf, taskan og skórnir.

Astrid fór að sækja töskurnar í frankfurt og týndist og náði ekki í Gumma af því að síminn hans virkaði ekki. Hún gafst upp og byrjaði að skoða flug heim til Íslands.

Lestin á milli flugstöðva stoppaði á 2 stoppustöðvum. Fyrst stoppustöðin var stoppustöð með engum útgangi eða tilgangi. Matrix lestarstöðin.

Astrid komst ekki inn í smá lyfturnar með töskurnar í frankfurt. Guðbjörg fór niður sem sérferð.

Konan í service center bókaði töskurnar frá Frankfurt til Frankfurt. Sem betur fer tóku þau eftir því áður en þau skiluðu töskunum inn.

Þegar þau voru að tala um hvað annað gæti mögulega farið úrskeiðis sagði Guðbjörg “flugvélin hrapar” og Gummi heyrði “fljúgandi apar” ósofinn og steiktur eftir sólarhringinn.

Þau eru enþá í Frankfurt en það er búið að finna lausn með að koma þeim til Zagreb í Cróatíu, að henda peningnum sem fór í bílaleigubílinn í Slóveníu og leigja nýjann bíl í Zagreb. Flugið á að vera um 9 leitið í kvöld.

Þau komast líklega á mótið… Kannski. Vona að við fáum töskurnar af því að hluti færibandakerfið í Frankfurt bilaði og þurfti að handfæra allar töskurnar. Og röðin í innritun var hálfur kílómeter.

Þegar ég birti greinina var nýkominn tölvupóstur um að bílaleigubílinn hafi verið afbókaður í Zagreb…….. 😫😱