2 á leið á EM í víðavangsbogfimi í Slóveníu

Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti og Astrid Daxböck í BF Boganum munu keppa fyrir Íslands hönd á European Field Championships í Catez Slóveníu 30 September til 5 Október.

Guðbjörg mun keppa í berboga kvenna U21. Þetta er fyrsta mótið sem Guðbjörg keppir á í víðavangsbogfimi (field archery). Aðeins er keppt í berbogaflokki á stórum alþjóðamótum í víðavangsbogfimi (Field) og 3D bogfimi þar sem er skotið á dýraskotmörk.

Astrid keppir í trissuboga kvenna en þetta er annað skipti sem hún keppir á víðavangsbogfimi móti. Astrid keppti á Evrópuleikum 30+ (European Master Games) í sumar þar sem hún tók silfur í víðavangsbogfimi og brons í markbogfimi (target archery).

Keppnin

Keppt er á öðruvísi skífur í víðavangsbogfimi en markbogfimi.
Ysti svarti hringurinn er 1 stig og innsti guli hringurinn er 6 stig sem er hámarksskor per ör

Fyrsti dagur undankeppninar er 1 Október þar verður skotið á 24 skotmörk á óþekktum vegalengdum, 3 örvar per skotmark, 6 stig er hæsta skorið per ör.

2 Október verður skotið á 24 skotmörk á þekktum vegalengdum með sama formi og er seinni dagur undankeppninar.

22 efstu keppendur halda áfram í útsláttarkeppni

Útsláttarkeppnin er mjög öðruvísi frá hvernig það virkar í markbogfimi.

2 efstu keppendur í undankeppni fara beint í undanúrslit. Hinum 20 er skipt niður í riðla. Ef við tökum riðil A sem dæmi þá myndu 19 og 18 sæti keppa og sigurvegarinn úr þeim útslætti keppir á móti 11 sæti, sigurvegarinn úr því keppir á móti 10 sæti og sigurvegarin þar keppir við 3 sæti
Sigurvegarinn úr riðli A keppir svo á móti sigurvegara úr riðli B um hver kemst í undanúrslit á móti þeim sem var í öðru sæti.
Sjá riðlaskiptinguna hér fyrir neðan.
Pool A Pool B Pool C Pool D
3 5 4 6
10 8 9 7
11 13 12 14
18 16 17 15
19 21 20 22

Auðveldasta leiðin er að hugsa um þetta sem neðstu byrja og þurfa svo að vinna sig upp listann til að komast í úrslit. (Shoot up eliminations)

Þetta er fyrsta árið sem þetta kerfi er notað í víðavangsbogfimi á EM eða HM en reglunum var breytt á síðasta þingi og tóku gildi í apríl á þessu ári.

Spá og úrslit

Guðbjörg er líklega til þess að vera meðal 10 efstu í U21 kvenna og hún á ágætis líkur á því að keppa um verðlaun á mótinu. Astrid er líkleg til að vera meðal 30 efstu í opnum flokki kvenna.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum hér.

http://www.ianseo.net/Details.php?toId=4818

Fyrir bogfimi nördana

Hér fyrir neðan er hægt að finna nýju regluna um útsláttarkeppnina í víðavangsbogfimi fyrir þá sem eru áhugasamir.

Þess má geta að þetta form af útsláttarkeppni er búið að vera notað í 3D bogfimi í lengri tíma.

WorldArchery reglubók 2, kafli 4.

4.5.3.3.

The World Archery Field Championship Round in which there are no walk-up or fan targets, consists of:

4.5.3.3.1.

The Qualification Round, two Field Rounds each of 24 targets, one unmarked course to be shot on the first day of competition and one marked to be shot on the second day of competition;

4.5.3.3.2.

The Elimination Round consists of the pool shoot-up process. Athletes ranked in position 1 and 2 will automatically take a place in the semi-final. Athletes 3-22 will form 4 pools of 5 athletes and shoot for the remaining 2 semi-final positions,

4.5.3.3.3.

The first match in each pool will be between the two lowest ranked archers in the pool. The archer with the highest score at the end of the six targets progresses to the next round. They will shoot against the next athlete in the pool.

4.5.3.3.4.

The winner of Pool A will shoot against the winner of Pool B and the winner of Pool C will shoot against the winner of Pool D for entry into the semi finals.
Pool A Pool B Pool C Pool D
3 5 4 6
10 8 9 7
11 13 12 14
18 16 17 15
19 21 20 22

4.5.3.3.5.

Elimination matches will consist of 6 targets. All target faces should be available. (See notes from Field and 3D Committee on course laying for eliminations). Distances will be marked. Athletes will shoot simultaneously.

4.5.3.3.6.

If there are fewer than 22 athletes, all will progress to the elimination and pools will be filled with all the eligible athletes.

4.5.3.3.7.

The Finals Rounds in which the four top athletes shoot two matches (the semi-finals and the medal finals) consisting of four marked targets each, three arrows per target (see 8.1.1.2.)

4.5.3.3.7.1.

In the semi-finals, the winner of pool AB (athlete AB) shoots against the athlete ranked 2, and the winner of pool CD (athlete CD) will shoot against athlete ranked number 1. The winners compete in the Gold Medal match and the others in the Bronze Medal match. In the semi-finals, if the athletes shoot in a group of four, the pair consisting of athletes AB and 2 shall shoot first and, the other pair shall shoot as the second pair at all targets. In the medal finals, the athletes competing in the Bronze Medal match shall shoot first at all targets, followed by the Gold Medal match.

4.5.3.3.7.2.

In the Finals Round the higher ranked athlete shall shoot from the left shooting position.

4.5.3.3.8.

The top eight teams will shoot quarter final matches of four targets.