Egilstaðir Indoor mótið verður partur af heimsmótaröð bogfimi heimssambandsins World Archery Indoor World Series

Bogfimideild Skotfélags Austurlands (Skaust) mun halda alþjóðlegt mót 18-19 desember sem er hluti af innandyra heimsmótaröð bogfimi heimssambandsins World Archery. Mótaröðin kallast Indoor World Series og hægt er að sjá mót sem tengd eru við heimsmótaröðina hér. Sér heimslisti er fyrir viðburðinn sem kallast “Open Ranking”. Skráningu á Egilstaðir Indoor mótið er hægt að finna hér

Haraldur Gústafsson í Skotfélagi Austurlands er (þegar þessi frétt er skrifuð 11.12.21) í þriðja sæti í Open Ranking í mótaröðinni í sveigboga karla. Sjá open ranking sveigboga karla hér. En Haraldur náði þeim skorum á Íslandsmeistaramótinu innanhúss og Íslandsmóti öldunga sem voru fyrstu mót í heiminum sem fengu samþykki sem hluti af Indoor World Series, en mótaröðin hófst í Nóvember. Haraldur vann einnig Íslandsmeistaratitlana á báðum þeim mótum (bæði í opnum flokki (fullorðinna) og 50+). Haraldur fékk því gott forskot á aðra í heiminum til að setja sig á toppinn en mörg mót í heiminum sem tengt eru við heimsmótaröðina hafa ekki en verið haldin og því líklegt að Haraldur muni falla eitthvað á listanum á næstu tveim mánuðum. En það telst samt sem áður líklegt að Haraldur muni ná að halda sér ofarlega á þessum heimslista.

BFSÍ meðal 27 þjóða með mesta atkvæðavægi á heimsþingi WA

Heimsmótaröðinni innandyra lýkur í febrúar og eru loka niðurstöður á “Open Ranking” heimslistanum þá staðfest. Þrjú bestu skor keppenda á viðburðum sem tengdir eru við mótaröðina munu gilda sem loka niðurstöður Indoor World Series Open.

Heimssambandið World Archery hélt mótaröðina í fyrsta sinn með fjar fyrirkomulagi 2020 vegna Covid og vegna verulega góðrar þátttöku á því ári, þrátt fyrir samkomubönn á heimsvísu (rúmlega 25.000 keppendur), því hélt World Archery áfram að þróa mótaröðina á þessu ári í samstarfi við landssambönd og mótshaldara um allan heim.

 

Öllum sem iðkendum skráðir eru í aðildarfélögum BFSÍ stendur til boða að skrá sig og keppa á Egilstaðir Indoor mótinu óháð getustigi, ásamt því að það stendur til boða fyrir alþjóðlega keppendur líka að keppa, þó að það teljist ólíklegt að alþjóðlegir keppendur leggji ferð sína til að taka þátt í mótinu á Egilstöðum. Bæði vegna örðuleika við ferðalög vegna kórónuveirufaraldursins og þar sem þeim standa flestum slík mót í boði í sínum heimalöndum.

Yngri flokkar munu keppa á laugardeginum 18 desember en þeir flokkar eru ekki hluti af heimsmótaröðinni, þar sem aðeins eru gefin stig á “Open Ranking” heimslistanum fyrir skor sem tekin eru á sömu fjarlægð og skífustærð og keppa er á í flokki fullorðinna (40sm skífa á 18 metra færi). Á sunnudeginum 19 desember munu U21 og Opinn flokkur (fullorðnir) keppa og skor úr þeim munu vera hluti af heimsmótaröðinni Indoor World Series.

Sem stendur eru 29 mót um allan heim tengd við mótaröð heimssambandsins 7 af þeim 29 mótum sem hafa verið samþykkt sem hluti af heimsmótaröðinni eru haldin á Íslandi. Bogfimisamband Íslands hefur gert mikið í því að innri þróun sambandsins sé eins vel uppsett og mögulegt er, til að gefa Íslenskum keppendum, iðkendum og félögum hámarks tækifæri á því að ná árangri innanlands og alþjóðlega. Mikil vinna fer fram á bakvið tjöldin sem sést ekki beint, en hægt að áætla það miðað við að Íslensk mót eru 25% af þeim mótum sem haldin er í tengslum við heimsmótaröðina að Ísland sé framar mörgum þjóðum í innra skipulagi.

BFSÍ meðal 27 þjóða með mesta atkvæðavægi á heimsþingi WA

Haraldur Gústafsson situr einnig í stjórn Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) sem vara formaður og hann sat einnig heimsþing heimssambandsins World Archery fyrir hönd BFSÍ sem haldið var í Yankton í Bandaríkjunum í september á árinu. Þar var Ísland einnig meðal fremstu þjóða í  Haraldur hefur einnig verið í forsvari fyrir því að stuðla að bogfimi iðkun á Austurlandi og heldur reglubundið námskeið þar til að gefa öðrum tækifæri á því að stunda íþróttina sem hann elskar sjálfur.

BFSÍ meðal 27 þjóða með mesta atkvæðavægi á heimsþingi WA