Daníel Baldursson í 5 sæti á EM

Daníel Baldursson úr Skaust Egilstöðum var að ljúka keppni á Evrópumeistaramóti U21 innandyra í Varazdin Króatíu þar sem hann endaði í 5 sæti í liðakeppni og 17 sæti einstaklingskeppni.

Daníel komst áfram í útsláttarleiki liða og einstaklinga eftir undankeppni EM á þriðjudaginn.

Trissuboga karla U21 liðið, sem Daníel var partur af, voru slegnir út í jöfnum leik gegn Rúmeníu í 8 liða úrslitum 223-220 Íslenska liðið endaði því í 5 sæti á EM og strákarnir því ekki langt frá því að vera að keppa um verðlaun á EM. Þetta er hæsta sæti sem Ísland hefur náð til dags í trissuboga karla U21. En hæsta áður var 8 sæti 2022.

Í einstaklingskeppni trissuboga U21 á EM var Daníel sleginn út í 32 manna leikjum gegn Florin Mirel Judea frá Rúmeníu og Daníel endaði því í 17 sæti í einstaklingskeppni trissuboga U21 á EM.

34 Íslenskir keppendur og 11 Íslensk lið voru skráð til keppni frá Íslandi í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem var á þriðjudagin síðastliðinn. Þetta er stærsti hópur Íslands til dags á EM og því vægast sagt mikið sem er búið að ganga á í vikunni. EM var haldið 19-24 febrúar og Íslensku keppendurnir voru að lenda heima á Íslandi í gær.

Nánari upplýsingar um gengi annarra keppenda Íslands á EM er hægt að finna í fréttum á archery.is og bogfimi.is