Dagskrá og keppendur fyrir Íslm úti 2018

Hér er hægt að finna dagskrá fyrir Íslandsmeistaramótið utanhúss 2018

http://www.ianseo.net/Details.php?toid=4246

Einnig verður hægt að fylgjast með úrslitum á þessum link.

Skráningu lýkur 30. Júní en þeir sem skrá sig núna þurfa að borga 2föld keppnisgjöld. Sjá nánar á skráningar síðuni neðst á þessari síðu á bogfimi.is ofl stöðum.

Íslandsmótið utanhúss 2018 verður haldið í Fellabæ á Egilstöðum á Austfjörðum. (address: Einhleypingi 2, 700 Egilsstöðum)
Dagsetning mótsins er helgina 07-08 Júlí 2018.
https://ja.is/kort/?type=aerial&x=713223&y=539513&z=10

https://www.google.com/maps/place/Fellab%C3%A6r/@65.2850362,-14.4292759,18z/data=!4m5!3m4!1s0x48cc048cdf5c48bf:0xfdee43f148fee74c!8m2!3d65.2834478!4d-14.4272659

Hægt verður að fá gistingu á íslandsmeistaramótinu (svefnpokapláss) gegnum okkur í íþróttahúsinu á staðnum. Föstudag til sunnudags. Fólk þarf að skaffa dýnu og þessháttar og mun kosta sirka 1500kr á mann.
Hafið samband við Haraldur Gústafsson hgustafs@simnet.is vegna gistimála ef þið þurfið

Nýliðar eru sérstaklega velkomnir, fólkið sem heldur mótið er mjög hjálpsamt og allir ánægðir að sjá nýtt fólk vera með.

KEPPENDUR SEM SKRÁ SIG OG GREIÐA EFTIR 23.JÚNI KL:18:00 ÞURFA AÐ BORGA TVÖFÖLD KEPPNISGJÖLD.
SKRÁNINGU VERÐUR ALVEG LOKAÐ 30.JÚNÍ KL:18:00 svo að hægt sé að leggja loka hönd á skipulag mótsins.

Aldursflokkar eru. (Aldur miðast við fæðingarár ekki fæðingardag)
Opinn flokkur (allur aldur) Senior
E50 (50 ára á árinu og eldri) Master
U21 (20 ára á árinu og yngri) Junior
U18 (17 ára á árinu og yngri) Cadet
U15 (14 ára á árinu og yngri) Cub (engin útsláttarkeppni)
Byrjendaflokkur (21-49 ára að taka þátt í fyrsta skipti á Íslandsmóti úti)

Bogaflokkar, keppnisvegalengdir og skotskífustærðir eru eftirfarandi.
Trissubogi:
Opinn flokkur, E50, U21, U18 og byrjendaflokkur: 50 metrar, 80cm compound skífa 5-10
U15: 40 metrar á 122cm skífu.
Sveigbogi:
Opinn flokkur og U21: 70 metrar, 122cm skífa
U18, E50 og Byrjendaflokkur: 60 metrar, 122cm skífa
U15: 40 metrar á 122cm skífu.
Berbogi:
Allir flokkar keppa á 30 metrum á 80cm skífu (1-10 full face)

ATH Aðeins verður útsláttarkeppni í flokkum þar sem 4 eða fleiri eru að keppa. Þegar 3 eða færri eru að keppa er notast við skor úr undankeppni til verðlaunaafhendingar.

Liðakeppni.
3 persónur í liði úr sama félaginu og með sömu bogategund. Mismunandi aldur og kyn geta verið saman í liði.
Samanlagt skor 3 efstu einstaklinga úr hverju félagi (sama hvaða fjarlægð var keppt á). Lið 2 frá sama félagi væru 4, 5 og 6 hæstu úr því félagi í undankeppni og svo framvegis. (ekki verður útsláttarkeppni fyrir liðakeppni)

Klæðaburður á að vera snyrtilegur, ekki er leyfilegt að vera í felulitum (camo), opnum skóm (eins og sandölum), ermalausum bolum eða gallabuxum.

Ef þig vantar einhverjar viðbótar upplýsingar um mótið eða aðstoð við skráningu á mótið endilega hafðu samband við bogfiminefndina president@archery.is. Við viljum fá sem flesta á mótið og erum tilbúin til að aðstoða þig.

Reglur heimssambandsins gilda nema annað sé tekið fram hér fyrir ofan.