Bogfimisetrið Indoor Series Janúar lokið – Eitt mót eftir!

Nú er bogfimisetrið indoor series fyrir janúar lokið og er nú einungis eitt mót eftir í mótaröðinni! Janúar mótið gekk mjög vel fyrir sig. Tíu manns sáu sér fært að taka þátt og var enn eitt nýtt Íslandsmet sett á mótinu!

Þær Ewa, Sara og Sveinbjörg Rósa í BF Boginn settu nýtt Íslandsmet félagsliða í Trissuboga kvenna með 1662 stig! Þær höfðu fyrra metið síðan á síðasta móti Bogfimisetrið Indoor Series í Desember með 1638 stigum því um frábæra 24 stiga bætingu að ræða.

Í fjarmótinu Indoor World Series skiluðu í heild 3919 manns inn staðfestum skorum allstaðar að í heiminum. Mótið er því mjög skemmtilegt tækifæri til að bera sig saman við fólk víðsvegar um heiminn.

Eftirfarandi eru efstu fimm Íslendingarnir sem stóðu sig hvað best á heimsvísu:

NafnFlokkurSætiTopp
Nói BarkarsonTrissubogi Karla238/79130%
Ewa PloszajTrissubogi Kvenna106/34031%
Marín AnítaSveigbogi Kvenna235/68434%
Oliver OrmarSveigbogi Karla443/123336%
Sara SigurðardóttirTrissubogi Kvenna132/34039%

Hægt er að nálgast niðurstöður mótanna tveggja hér:
Niðurstöður fjarmótsins Indoor World Series Online á World Archery
Niðurstöður Bogfimisetrið Indoor Series á Ianseo

Þá er skráning á síðasta mótið í febrúar hafin og því síðasta tækifæri til að taka þátt í mótaröðinni.

Skráning á fjarmótið Indoor World Series er gerð í gegnum síðu heimsambandsins:
Open Wareos

Skráning á staðbundna mótið í Bogfimisetrinu er að finna hér:
Skráningarform á Bogfimisetrið Indoor Series Febrúar

Frekari lesningu og upplýsingar er að finna hér:
World Archery: Remote indoor circuit enters home stretch amid rising pandemic restrictions
World Archery: Indoor World Series 2020/2021 FAQ
World Archery: 2021 Indoor Archery World Series Rules
World Archery: IANSEO ScoreKeeper App & Pictures upload instructions