Unglingalandsmót UMFÍ í ár fer fram á Selfossi daganna 31. júlí til 2. ágúst. Bogfimi er ein af keppnisgreinum mótsins og mun sú keppni fara fram laugardaginn 1. ágúst kl. 14:00 – 18:00. Öllum á aldrinum 11-18 ára er heimil þátttaka á mótinu. Ekki þarf að vera aðila að íþrótta- eða ungmennafélagi til þess að geta tekið þátt, allir geta verið með. Nánari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag og mótið má finna á heimasíðu mótsins.
Upplýsingar til venjulegra bogfimi iðkenda/keppenda. Unglingalandsmótið er ekki eins og venjuleg bogfimimót. Það eru ekki venjulegir aldursflokkar eða bogaflokkar, oftast ekki keppt á venjulegum skífustærðum/fjarlægðum og því er það ekki hæft til meta. Mótið er í ungmennafélagsanda og gott fyrir byrjendur til að prófa bogfimi. Keppt er á mjög stuttum vegalengdum (12 m. og 18 m.) á stórar skífur. Þú þarft ekki að koma með þinn eigin boga getur fengið lánaðann á svæðinu.
Frábært skemmtimót fyrir ný ungmenni til að prófa íþróttina 🙂