Unglingalandsmóti UMFÍ frestað um ár

Fyrir nokkrum dögum var vakin athygli á bogfimikeppni sem fram átti að fara á unglingalandsmóti UMFÍ sem halda átti á Selfossi daganna 31. júli til 2. ágúst n.k.  Núna hefur UMFÍ ákveðið að fresta mótinu um ár.

Í fréttatilkynningu frá UMFÍ sem birt var fyrr í dag segir m.a. “Það er sameiginlegt mat almannavarna- og sóttvarnaryfirvalda að ekki sé ráðlegt að halda Unglingalandsmót UMFÍ þar sem ómögulegt sé að uppfylla allar gildandi kröfur um sóttvarnir vegna COVID-19.”