BF Hrói Höttur í Hafnarfirði með sigursælasta Íslandsmeistara íþróttarinnar og tvo Íslandsmeistaratitla á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi utandyra 2022

Bogfimifélagið Hrói Höttur sýndi flotta frammistöðu á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi um síðustu helgi 9-10 júlí á Hamranesvelli, heimavelli Hróa Hattar. Hrói Höttur tók einn einstaklings titil og einn liða titil.

Aflýsa þurfti liða útsláttarkeppni á mótinu vegna veðurs og voru verðlaun því afhent byggt á stöðu liða í undankeppni mótsins, en fjallað er um það nánar neðst.

Íslandsmeistaratitlar BF Hróa Hattar á Íslandsmeistaramótinu:

Vert er að nefna að Guðbjörg Reynisdóttir var að taka tíunda Íslandsmeistaratitil í röð fyrir BF Hróa Hött í berboga kvenna á síðustu fimm árum frá því að félagið var stofnað.

Aðrir verðlaunahafar BF Hróa Hattar á mótinu:

Veðrið á mótinu var hryllilegt á laugardeginum þegar að trissubogi og berbogi voru að keppa, gífurlega mikill vindur og rigning. Öll skotmörkin fuku niður í æfingaumferðum og skemmdu örvar hjá mörgum keppendum. Gert var hlé á haldi mótsins á meðan að skotmörkin voru fest vandlega við jörðina og leyst voru vandamál með örvar hjá þeim keppendum sem skorti þær. Þar sem ekki var útlit fyrir að veður aðstæður myndu skána mikið fyrr en seinni hluta dags og skipulag var þétt setið var ákveðið að stytta undankeppni úr 12 umferðum í 3 umferðir, tími til að skjóta hverri ör var lengdur úr 40 sekúndum í 60 sekúndur og hætt var við liða útsláttarkeppni á livestream svo að mögulegt væri að halda mótið. Veðrið batnaði sem betur fer seinni hluta laugardagsins og mögulegt var að halda úrslit mótsins á venjulegann hátt. Veðrið á sunnudeginum þegar sveigbogaflokkar kepptu var töluvert skárra þó að það hafi ekki verið það besta þá var mögulegt að halda mótið í eðlilegu formi og eftir skipulagi.