Auðunn og Marín slóu Íslandsmet einstaklinga og BF Boginn með 8 liðamet á Íslandsmótum Ungmenna um helgina

Marín Aníta Hilmarsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi og Auðunn Andri Jóhannesson í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði slóu Íslandsmet einstaklinga í sínum flokkum á Íslandmóti ungmenna um helgina.

Auðunn sló Íslandsmetið í berboga U18 karla með skorið 439, en metið átti áður Friðrik Ingi Hilmarsson úr BF Boganum 403 síðan í Ungmennadeild BFSÍ í september 2020. Þetta er fyrsta ár Auðunns í U18 flokki og því teljum við líklegt að hann muni hækka þetta met í framtíðinni þar sem hann er besti keppandinn í sínum flokki.

Marín sló Íslandsmetið í sveigboga U18 kvenna með skorið 575 af 600 mögulegum. Metið var áður 574 og Marín átti eldra metið síðan í Ungmennadeild BFSÍ í Febrúar 2021. Þetta er síðasta ár Marínar í U18 flokki og stutt eftir af árinu og því líklegt ef að þetta met verður slegið aftur að það verði önnur stelpa en hún. En það verður nokkuð fjall að klífa að slá þetta met þar sem Marín er einnig Norðurlandameistari í U18 flokki.

Félagslið BF Bogans voru sigursæl á mótinu og sett nokkur liða og blönduð liða (mixed team/parakeppnis) met á mótinu

  • Undankeppni liða sveigbogi karla U21 – 1039 stig
    • Oliver Ormar Ingvarsson
    • Dagur Örn Fannarsson
  • Undankeppni liða sveigbogi karla U16 – 786 stig
    • Valur Einar Georgsson
    • Sindri Pálsson
  • Undankeppni liða trissubogi kvenna U21 – 1092 stig
    • Sara Sigurðardóttir
    • Freyja Dís Benediktsdóttir
  • Undankeppni parakeppni (blandað lið) trissubogi U16 – 1049 stig
    • Aríanna Rakel Almarsdóttir
    • Magnús Darri Markússon
  • Undankeppni liða trissubogi kvenna U16 – 1046 stig
    • Aríanna Rakel Almarsdóttir
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
  • Undankeppni liða trissubogi karla U16 – 950 stig
    • Tjörvi Einarsson
    • Magnús Darri Markússon
  • Undankeppni blandað lið (parakeppni) berbogi U16 – 695 stig
    • María Dís Jóhannsdóttir
    • Baldur Freyr Árnason
  • Undankeppni liða berbogi karla U16 – 854 stig
    • Baldur Freyr Árnason
    • Patrek Hall Einarsson


Mynd af Íslandsmót U21

Mögulegt getur verið að fleiri Íslandsmet hafi verið slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina, við hvetjum keppendur, aðildarfélög og foreldra til þess að kynna sér Íslandsmetin í sínum keppnisflokkum, hægt er að finna Íslandsmetaskrá hér https://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/.

Við viljum einnig minna alla á að tilkynna Íslandsmetin ef þeir vilja fá þau metin til Íslandsmeta í gegnum vefform hjá Bogfimisambandi Íslands – BFSÍ https://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/. Það er mikilvægt þar sem að BFSÍ tekur ekki ábyrgð á því að uppfæra met nema þau séu tilkynnt til BFSÍ innan við 30 dögum frá lokadegi mótsins.

Einnig er hægt að óska eftir formlegum Íslandsmetaviðurkenningum fyrir samþykkt met hér https://bogfimi.is/islandsmetavidurkenningar/

Íslandsmót ungmenna innanhúss er haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið á laugardaginn 30. október og Íslandsmót U21 var haldið á sunnudaginn 31. október. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 í Reykjavík. Ekki er leyfilegt að keppa í mörgum aldursflokkum á sama mótinu samkvæmt reglum WA, en þar sem Íslandsmót ungmenna eru í raun haldin sem tvö “ótengd” mót með sér skráningu og bæði skráð hjá heimssambandinu, þá geta þeir sem eru á réttum aldri keppt á U16/U18 mótinu og keppt upp fyrir sig ef þeir hafa kjarkinn í það eða finnst þeir eiga erindi á U21 mótið.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótin hér: