Ásdís með fullkomið skor á landsdómara prófi

Ásdís Lilja Hafþórsdóttir tók dómarapróf og náði 100% skori í skorkafla prófsins, sem hefur aldrei gerst, hæsta einkunn á skorkafla upp að þessum tíma var 80%.

Ásdís var einnig með næst hæstu heildar einkunn sem hefur náðst hefur á prófinu í heild sinni 89%, hæsta einkunn sem náðst hefur er 90%.

Næsta skref hjá Ásdísi er að dæma sem aðstoðardómari undir landsdómara á stórmóti til að klára verklega hluta prófsins.

Bogfimi.is hefur verið uppfært með nafninu hennar. Á sama tíma voru þeir dómarar sem ekki voru búnir að klára endurmenntun teknir út eða færðir niður.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.