Áhugaverð heimildarmynd – Ladies First

Ein fremsta íþróttakona Indlands heitir Deepika Kumari og leggur hún stund á bogfimi. Deepika er núna í 5 sæti á heimslistanum í sveigbogaflokki kvenna.

Þeim sem hafa aðgang að Netflix og hafa áhuga á bogfimi er bent á áhugaverða heimildarmynd sem þar er að finna. Myndin heitir Ladies First og er í henni rakin saga Deepika Kumari. Deepika ólst upp í mikilli fátækt í einu af fátækustu héruðum Indlands. Hún þurfti að sigrast á mörgum hindunum til þess að komast á þann stað sem hún er á í dag þ.e.a.s. að vera ein mesta afrekskona Indlands í íþróttum. Umgjörð myndarinnar er þátttaka Deepika á Olympíuleikunum í Ríó.

Hérna er kynningarstikla úr myndinni.

Hérna er síðan annað myndband þar sem fjallað er aðeins meira um Deepika Kumari og heimildarmyndina um hana.

 

1 Trackback / Pingback

  1. Heimildarmynd um Katyu og fleiri rússneskumælandi einstaklinga á Íslandi - Archery.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.