Anna og Alfreð töpuðu bæði í fyrsta leik í lokakeppni HM í Yankton USA í dag þrátt fyrir fína frammistöðu

Anna María Alfreðsdóttir keppti gegn Chi-Huei Hsu frá Taipei, það var mjög jafnt á milli stelpnana og hefði getað farið hvorn veg sem er. Anna María byrjaði yfir í fyrstu umferð en tapaði forskotinu í annari umferð, Hsu náði svo að halda forskotinu þar til í síðustu umferðinni og Hsu vann Önnu 137-134. Sigurvegarinn í þessum leik er nánast sá sem er heppnari með hvar örvarnar lentu eða með betra “dagsformið” eins og það er kallað. Anna var með hærra skor í undankeppni en Hsu tók útsláttinn því klárlega jafnt á milli þeirra.

Alfreð Birgisson tapaði sínum útslætti gegn Miguel Becerra frá Mexíkó. Alfreð stóð sig vel í útslættinum og greinilega kominn aftur á skrið eftir að slasa sig á hendi fyrir undankeppni mótsins. En það er erfitt að sigra þegar að andstæðingurinn sem keppt er á móti er einn af 2 keppendum á HM sem skorar fullkomið skor í útslættinum. Aðeins voru 2 keppendur á öllu mótinu sem skoruðu fullkomið skor í fyrsta leik í lokakeppni HM og Alfreð var svo óheppinn að lenda á móti einum af þeim. Lokaskorið var 150-139

Keppni Íslands á HM utandyra 2021 er því lokið þar sem Alfreð og Anna hafa bæði verið slegin út. Þau enda því bæði í 57 sæti á HM fullorðina. Ef tekið er mið af skorum Alfreðs og Önnu í útsláttarkeppni miðað við skor frá öðrum keppendum á HM stóðu þau sig mjög vel og þó að þau hafi ekki tekið sigurinn að þessu sinni var bardaginn góður.

Fyrri fréttir af okkar keppendum á HM.

Anna og Alfreð á leið á HM í Bandaríkjunum

Anna og Alfreð á leið á HM í Bandaríkjunum