Anna og Alfreð á leið á HM í Bandaríkjunum

Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson bæði úr ÍF Akur á Akureyri munu keppa fyrir A landslið BFSÍ á HM í Yankton í Bandaríkjunum 19-26 september.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum af mótinu á heimsíðu heimssambandsins hér og í úrslitakerfinu ianseo hér.

Anna er 18 ára á þessu ári og keppti einnig í U21 flokki á HM ungmenna fyrr á árinu í Póllandi og vann brons á Norðurlandameistaramóti ungmenna í U21 flokki í Júlí. Hún sló fyrir skömmu Íslandsmetin í bæði U21 undankeppni og útsláttarkeppni trissuboga kvenna. Anna er gífurlega efnilegur keppandi og skorar t.d. reglubundið yfir lágmarksviðmiðum fyrir Evrópuleika í trissuboga kvenna.

Alfreð keppti einnig á síðasta HM fyrir Ísland sem haldið var í s’Hertogenboch í Niðurlöndum 2019 þar sem hann stóð sig vel en náði ekki inni í lokakeppni HM (útsláttarkeppni) eftir undankeppni í það skiptið. Við áætlum að hann og Anna komist bæði áfram eftir undankeppni í lokakeppni (útsláttarkeppni) á HM að þessu sinni. Alfreð er einnig faðir Önnu Maríu.

Alfreð og Anna munu einnig keppa í “mixed team” eða parakeppni á mótinu.

Dagana áður en HM hefst mun heimsþing WA vera haldið. Haraldur Gústafsson varaformaður BFSÍ mun sitja þingið fyrir BFSÍ að þessu sinni en meira um það síðar.

1 Trackback / Pingback

  1. Anna og Alfreð töpuðu bæði í fyrsta leik í lokakeppni HM í Yankton USA í dag þrátt fyrir fína frammistöðu - Archery.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.