Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson bæði úr Íþróttafélaginu Akri eru meðal 10 efstu í vali íþróttamanns Akureyrar. Valin verður ein kona og einn karl úr hvorum 10 manna hópi í kvöld.
Farið er yfir ýmislegt annað á hátíðinni, s.s. kynning á Íslandsmeisturum og styrkveiting úr Afrekssjóði Akureyrar, það má teljast gífurlega líklegt að Anna María sé meðal þeirra líklegustu til þess að fá styrk úr þeim sjóði í ár.
Það eru líklega ekki mörg ungmenni á Akureyri sem hafa keppt til verðlauna á Evrópumeistaramóti og meðal 60 efstu á heimslista og 30 efstu á Evrópulista fullorðinna, eru í efsta sæti á U21 World Series heimslista síns heimssambands o.fl. í sínum íþróttagreinum þrátt fyrir að vera en að keppa í ungmenna flokkum.
Sýnt verður beint frá athöfninni hér, hún er haldin í Hofi, er opin öllum og hefst kl 17:30
Nánari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðu ÍBA:
https://www.iba.is/is/frettir/frettir-iba/ithrottamadur-akureyrar-2023
https://www.iba.is/is/frettir/frettir-iba/kjor-a-ithrottafolki-akureyrar-2022-i-hofi-24-januar-2023