Íslenskt landslið í 10 sæti á Evrópulista í fyrsta sinn

Á Evrópulista er Íslenska trissuboga kvenna landslið BFSÍ nú meðal 10 efstu Evrópuþjóða!


Þetta er í fyrsta sinn sem Íslenskt bogfimi landslið kemst í 10 efstu sæti á Evrópulista (heimsálfulista). Heims- og Evrópulistar sem alþjóðabogfimisambandsins World Archery heldur utan um voru uppfærðir í dag. Þetta kom bæði á óvart og samt ekki, þar sem liðið var í 11 sæti um áramót, en ekki gert ráð fyrir því að staðan myndi breytast fyrr en síðar á þessu ári þegar að alþjóðlegu mótin færu á fullt aftur. Greinlega hafa verið eldri mót inni í kerfinu sem hafa fallið úr gildi sökum aldurs. Afrekslistarnir eru enþá að jafna sig eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem gildistími ákveðinna móta á heimslista var framlengdur vegna aflýsingu eða frestun móta.

Stig á heims- og Evrópulista gilda aðeins í 2 ár og aðeins fást stig fyrir að komast í úrslit (top 16) alþjóðlegra stórmóta. Meirihluti stiga Íslenska liðsins er úr 16 liða úrslitum á EM utandyra (9 sæti) og Veronicas Cup WRE þar sem Ísland vann gullið.

Trissuboga kvenna landsliðið Veronicas Cup World Ranking Event Slóvenía 2023. Frá vinstri Freyja Dís Benediktsdóttir, Anna María Alfreðsdóttir, Eowyn Marie Mamalias.
Trissuboga kvenna landslið EM utandyra Munich Þýskaland 2023. Frá vinstri Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, Ewa Ploszaj, Anna María Alfreðsdóttir

 

Trissuboga kvenna landsliðið er sem stendur í 25 sæti á heimslista alþjóðabogfimisambandsins World Archery

Myndir: https://bogfimi.smugmug.com/