Anna María í brons úrslitum á EM á laugardaginn kl 10:30 í beinu streymi

Anna María Alfreðsdóttir mun keppa um brons verðlaun á EM 2022 fyrir hádegi. Áætlað er að Anna keppi kl 11:30 að staðartíma eða kl 10:30 að Íslenskum tíma.

Beint streymi verður af gull og brons úrslitum mótins og hægt að fylgjast með úrslitunum á youtube rás Evrópusambandsins https://www.youtube.com/watch?v=TrVfL6NZwvY

Anna María endaði í 5 sæti í liðakeppni á EM ásamt Freyju Dís Benediktsdóttir og Söru Sigurðardóttir. Þær mættu Ítalíu í 8 liða úrslitum trissuboga kvenna U21 en töpuðu með naumum mun.