Guðbjörg Reynisdóttir í 5 sæti á EM í bogfimi

Guðbjörg Reynisdóttir endaði í 5 sæti á EM 2022 eftir tap gegn Laura Turello frá Ítalíu í 8 manna úrslitum.

Stelpurnar voru mjög jafnar og var nánast 50/50 hvor myndi vinna áður en leikurinn hófst og þær voru hníf jafnar í skori í hverri umferð. En Guðbjörg var ekki heppin í þessum útslætti og umferðirnar röðuðust ekki henni í hag upp á stigin að gera og Guðbjörg tapaði 6-2.

Guðbjörg var í góðu formi og sú Ítalska líka þannig að hér var þetta bara spurning um heppni um hvor ynni útsláttinn. Guðbjörg var með hæsta skorið af þeim sem duttu út í 8 manna úrslitum (105) og endaði hún því 5 sæti á mótinu.

Ítalía er sterkasta land í heimi í berboga kvenna og allar þrjár Ítölsku stelpurnar enduðu í úrslitum mótsins.

Guðbjörg er fyrsti Íslenski keppandinn sem hefur komist í 8 manna úrslit í einstaklings keppnisgrein.

Evrópumeistaramótið innandyra í bogfimi 2022 er haldið í Lasko í Slóveníu 14-19 febrúar. Að þessu sinni á þessum undarlegu kórónuveirufaraldurs tímum eru 30 þjóðir eru að taka þátt með 386 þátttakendur samtals.