Anna María best Íslendinga á EM í Munich í 17 sæti einstaklinga og 9 sæti í liða og tvö Íslandsmet

Anna María Alfreðsdóttir úr ÍF Akur á Akureyri stóð sig best af Íslensku keppendunum undankeppni EM og var í 22 sæti með 680 stig. 104 efstu keppendur í hverri grein halda áfram í lokakeppni (útsláttarkeppni).

Í fyrsta útslætti keppti Anna á móti Liliana Cardoso frá Portúgal, þar vann Anna örugglega 145-128. 145 er einnig nýtt Íslandsmet í U21 flokki trissuboga kvenna.

Í 32 manna lokakeppni mætti Anna Asey Bera Suzer frá Tyrklandi þar sem sú Tyrkneska hafði betur og sló Önnu út af EM.

Lokaniðurstaða Önnu á EM var 17 sæti í einstaklingskeppni, en ef hún hefði unnið útsláttinn hefði hún komist í 16 manna úrslit og líklegast unnið þátttökurétt á Evrópuleikana í Krakow Póllandi 2023. Anna hefur meðal annars sett miðið á að ná sæti á Evrópuleikana fyrir Ísland á síðasta undankeppnismóti leikana í Bretlandi í apríl á næsta ári.

Anna var efst í undankeppni af Íslensku konunum og því skipaði hún blandaða liðið (mixed team) með hæst skorandi Íslenska karlinum Alfreð Birgisson, sem er einnig faðir Önnu. Þau slóu landsliðsmet í trissuboga blandaðri liðakeppni. Þau voru slegin út af Austurríki í 24 liða lokakeppni EM 155-149 af Nico Wiener núverandi heimsmeistara og liðsfélaga hans Ingrid. Íslenska liðið var ekki að skjóta illa en ekki sitt besta, Austurríska liðið gaf hins vegar ekkert högg á sig og skoraði 5 stigum frá fullkomnu skori. Ísland endaði því þar í 17 sæti á EM í blandaðri liðakeppni. En samt sýnir að það er ekki langt í að Ísland slái út heimsmeistara 😉

Anna keppti einnig með trissuboga kvenna landsliðinu þar sem stelpurnar enduðu í 9 sæti eftir tap í 16 liða úrslitum gegn Niðurlöndum. Leikurinn var nokkuð jafn fyrir utan óhapp í annarri umferð. Fjallað er meira um þann leik í annarri fréttagreina á archery.is

Anna María er sem stendur í 103 sæti á heimslista og 52 sæti á Evrópulista. Líklegt telst að Anna María endi í topp 70 sætum á heimslista og topp 40+ sætum á Evrópulista eftir mótið núna. En það kemur í ljós eftir að mótinu lýkur að fullu og heimslistar hafa verið uppfærðir.

Evrópumeistaramótið utandyra í bogfimi fer fram í Munchen Þýskalandi vikuna 6-12 júní. 12 Íslenskir þátttakendur voru að keppa á mótinu en hafa nú lokið keppni. 40 þjóðir og um 400 þátttakendur voru á EM að þessu sinni. Keppt er í sveigboga og trissuboga flokkum, karla og kvenna, einstaklings og 3 manna liðakeppni ásamt blandaðri liðakeppni (1kk+1kvk). Gull og brons úrslit EM verða um helgina.

Veðrið á mótinu var mjög breytilegt frá blíðviðri yfir í úrhelli var út vikuna og littum vindi.

Vert er að geta að í ár er 50 ára afmæli þess að Bogfimi var tekin inn á Ólympíuleikana aftur í núverandi mynd. Þeir Ólympíuleikar voru einnig haldnir í Munchen 1972.

Mjög stutt samantekt af öðrum úrslitum Íslands. Sveigboga kvenna liðið, trissuboga karla liðið og trissuboga blandaða liðið töpuðu sínum leikjum í 24 liða lokakeppni á EM og lentu öll í 17 sæti. Sveigboga karla liðið (28 sæti) og sveigboga blandaða liðið (29 sæti) komust ekki í lokakeppni EM eftir undankeppni mótsins. Allir 12 Íslensku keppendurnir komust í lokakeppni einstaklinga eftir undankeppni mótsins en voru flestir slegnir út í fyrstu útsláttum lokakeppni mótsins. Bestu niðurstöður Íslands á mótinu voru trissuboga kvenna liðið í 9 sæti og Anna María í 17 sæti.