Alfreð Birgisson úr Íþróttafélaginu Akri og úr Slökkviliði Akureyrar keppti nýverið á World Police & Fire Games (WPFG) sem haldnir voru í Rotterdam Niðurlöndum 22-31 júlí. Alfreð stóð sig með prýði sem eini keppandinn frá Akureyri og tók silfur verðlaun í sinni keppnisgrein. Íslendingar unnu samtals til þriggja verðlauna á leikunum samkvæmt upplýsingum á vefsíðu leikana í þeim 63 íþróttagreinum sem keppt var í. Gull verðlaun gegn Alfreð í markbogfimi á mótinu tók lögreglumaðurinn góð vinur okkar Íslendinga og silfurverðlaunahafi á Evrópuleikunum Gilles Seywert frá Lúxemborg.
Alfreð keppti í markbogfimi 900 umferð þar sem skotið er á 30 örvum á 122cm skífu á þremur fjarlægðum (40, 50 og 60 metrum) samtals 90 örvum með hámarksskorið 900 stig. Alfreð skoraði 865 stig sem telst nokkuð gott miðað við að 900 umferð er ekki algeng keppnisgrein á Íslandi. Einnig var keppt í víðavangsbogfimi og 3D bogfimi á mótinu en Alfreð var aðeins skráður til keppni í markbogfimi að þessu sinni.
Starfsmenn slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins unnu hin tvö verðlaunin fyrir Ísland í öðrum íþróttagreinum, eitt gull og eitt silfur á leikunum.
World Police & Fire Games eða Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna eru haldnir á tveggja ára fresti og þessir leikar áttu að vera haldnir 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikarnir verða næst haldnir í Winnipeg Kanada 2023 og þar á eftir í Birmingham Bandaríkjunum 2025. Um 10.000 lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og fangaverðir á öllum aldri frá 70 þjóðum kepptu í 63 íþróttagreinum á leikunum í Rotterdam 2022 og leikarnir eru með stærri fjölíþróttaleikum í heiminum.