Albert slær íslandsmet trissuboga karla 50+

Albert Ólafsson úr bogfimifélaginu boganum sló íslandsmetið í trissuboga karla 50+ master með 563 stig í dag á Bogfimisetrið Indoor Series.

Metið hafði áður verið 561 stig og tilheyrði Rúnari Þór Gunnarssyni, en það var sett í febrúar 2019 og því um nærri tveggja ára gamalt met að ræða.

Fyrri helmingur Bogfimisetrið Indoor Series var haldinn í dag en fyrir því var fengið sérstakt leyfi í ljósi ástandsins. Mótið var því með öðru sniði en venjulega til að viðhalda sóttvörnum. Meðal annars er mótinu skipt í fjórar lotur og keppendur fá sérstakt hólf til að skjóta úr til að lágmarka nálægð við aðra.

Það er því sérstaklega skemmtilegt að Alberti tókst að slá metið þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.