Albert Ólafsson hittir í mark og neglir alþjóðleg þjálfararéttindi

Albert Ólafsson úr BF Boganum í Kópavogi sýndi glæsilega frammistöðu á þjálfaranámskeið Alþjóðabogfimisambandsins í síðustu viku. Albert fékk óformlega “gull stjörnu” frá þjálfarakennaranum fyrir einstaklega vel uppsett og ítarlegt námskeiðs skipulag sem hann lagði fram á matsdeginum (above and beyond). Vel umfram þau viðmið sem sett eru upp fyrir námskeiðið og var notað sem dæmi fyrir aðra þátttakendur, þó að það gildi ekki til auka stiga í einkunn er vel vert að nefna það. Albert notaðist einnig við bækur og annað efni til að kenna íþróttamanninum í prófinu sem var einnig above and beyond.

Til að ná mati þurfti að ná 12 af 20 stigum lágmark á síðasta próf deginum. Erlendi þjálfarakennarinn gaf Alberti fullt hús stiga, en hinn prófdómarinn “Íslenski skúrkurinn” gaf Alberti 18 stig og fannst vanta upp á að virkja íþróttamanninn í æfingunum, meðaltal milli þeirra tveggja því 19 stig sem samsvarar 9,5 í einkunn. (þetta var fyrsta sinn sem Íslenski prófdómarinn starfar sem slíkur fyrir WA,, við gefum honum séns í bili 😉). Þrátt fyrir að Albert hafi verið aldursforseti námskeiðsins er hann líklega með minnstu reynsluna við að leiðbeina og þjálfa í hópnum. Það mun líklega breytast mikið þar sem hann var mjög ánægður með námskeiðið, stóð sig með prýði og mun vafalaust virkja fleiri á öllum aldri til að taka þátt í henni.

Endanleg staðfesting og skírteini munu berast frá WA á næstu vikum eftir að skýrsluskilum og viðeigandi form hafa verið fyllt út. Alþjóðlegu þjálfararéttindin gilda í fjögur ár og svo er krafa um endurmenntun, líklega í formi uppbótarnámskeiðs, en ólíklegt að þess þurfi hjá þessum þjálfara þar sem áætlað er að hann muni taka þátt á stig 2 námskeiði World Archery sem áætlað er að verði haldið í ágúst 2023.

Þjálfaranámskeið stig 1 heimssambandsins World Archery (WA) var haldið af Bogfimisambandi Íslands í Bogfimisetrinu dagana 2-7 ágúst. Námskeiðið var haldið í samstarfi við ÍSÍ og Ólympíusamhjálpina (Olympic Solidarity (OS)) sem stendur undir meirihluta kostnaði námskeiðsins. Þjálfarakennari World Archery á námskeiðinu var Christos Karmoiris frá Grikklandi. Prófdómarar World Archery á námskeiðinu voru Christos og Guðmundur Örn Guðjónsson Íþróttastjóri BFSÍ sem þriðja stigs WA þjálfaramenntaður.

Frekari fréttir af námskeiðinu er hægt að finna á archery.is