Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi settu 2 heims-og Evrópumet á Heimsbikarmótinu í Berlin sem lauk í gær.
Metin voru fyrir blandaða liðakeppni (tvíliðaleik, 1 kvk og 1 kk) skor í undankeppni 1040 stig og skor í útsláttarkeppni 50+ 114 stig. Semsagt 2 heimsmet og 2 Evrópumet.
Það er keppt í opnum flokki á heimsbikarmótum en þar sem keppt er á sömu vegalengdum í opnum flokki og í 50+ flokki.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland setur heimsmet og/eða Evrópumet.
Parið skaut metin á þriðjudaginn og miðvikudaginn í síðustu viku en staðfesting á fyrsta metinu frá heimssambandinu var að berast rétt í þessu.
Þess má geta að þetta er fysta alþjóðlega mótið þeirra og parið byrjaði fyrir rúmu ári síðan. Það er aldrei of seint að byrja.
Parið heldur svo á European Master Games (Öldungaleikana) í lok þessa mánaðar.
Compound Master Mixed Team |
|||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Date | Record Name | Category | Points | Comp. Place | Country | Archers | Notes |
2019-07-02 | 50 metres Round – 144 arrows | Team | 1040 | Berlin 2019 Hyundai Archery World Cup stage 4 Berlin (GER) |
ISL | OLAFSSON Albert SUMARLIDADOTTIR Sveinbjorg Rosa |