Akureyringar með 1 Norðurlandameistara, 1 silfur, 1 brons, 2 Norðurlandamet og 4 Íslandsmet á NM ungmenna í bogfimi

Keppendur Íþróttafélagsins Akur stóðu sig vel á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní-2 júlí). Samtals unnu Akureyringar (keppendur ÍF Akur) einn Norðurlandameistaratitil, eitt silfur, eitt brons, til viðbótar við að setja tvö Norðurlandamet og fjögur Íslandsmet.

Starfsmenn Bogfimisambands Íslands voru í Noregi að aðstoða Norðmenn við að skipuleggja úrslit NM og keyra beina útsendingu af úrslitunum, og var þetta því í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá úrslitum NM. Hér er því hægt að fylgjast með gull úrslitaleiknum þar sem Sámuel vann Norðurlandameistaratitilinn:

Samantekt af árangri og niðurstöðum Akureyringa á NM ungmenna 2023:

Sámuel Peterson – Trissuboga U21

  • Norðurlandameistari (Gull) trissubogi U21 karla
  • Silfur liðakeppni trissuboga U21
  • Landsliðsmet liðakeppni trissuboga U21 undankeppni – 1923 stig
  • Landsliðsmet liðakeppni trissuboga U21 útsláttarkeppni – 207 stig
  • Norðurlandamet liðakeppni trissuboga U21 undankeppni – 1923 stig
  • Norðurlandamet liðakeppni trissuboga U21 útsláttur 207 stig

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-4fTWWxB/A

Anna María Alfreðsdóttir í trissuboga U21

  • 4 sæti einstaklingskeppni kvenna
  • Brons í liðakeppni

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-VCj9ch7/A

Máni Gautason Presburg í sveigboga U18

  • 6 sæti einstaklingskeppni karla
  • Íslandmet sveigbogi U18 karla – 495 stig
  • 5 sæti í liðakeppni
  • Landsliðsmet sveigbogi U18 lið –  1284 stig

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-Mh3Rfqz/A

Þórir Steingrímsson í sveigboga U16

  • 9 sæti einstaklingskeppni karla
  • 8 sæti liðakeppni
  • Landsliðsmet liðakeppni – 1606 stig

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-QkJmVSW/A

Nanna Líf Gautadóttir Presburg í sveigboga U16

  • 9 sæti einstaklingskeppni kvenna
  • 9 sæti liðakeppni

Vert er að geta að búnaður Sámuels barst ekki í tæka tíð fyrir mótið og því þurfti hann að fá lánaðann búnað frá Sander Roth Íslandsvini sem var ekki að keppa á mótinu (þar sem hann er of gamall) og var með sömu draglengd og dragþyngd og Sámuel. Því nokkuð vel af sér vikið að vinna titilinn með lánsboga. Anna María hefur verið að eiga við meiðsl og hefur því ekki verið að skjóta mikið og skaut m.a. ekki öllum örvum í undankeppni NM ungmenna sökum þess.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-kRfxxdd/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-r3FR4vW/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-4nzf3HP/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-ZCrBXbB/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-kgxQbxX/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-PFRswfJ/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-XD3ZHJk/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-vXqWpLD/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-c5kFjhd/A

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-skVtff6/A

Nánari fréttir af mótinu er hægt að finna í fréttum á archery.is og í frétt Bogfimisambands Íslands um mótið hér fyrir neðan:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023