Þórir Freyr Kristjánsson og Daníel Baldursson Hvidbro í Skotfélagi Austurlands unnu 3 brons verðlaun á Norðurlandameistaramóti ungmenna

Norðurlandameistaramót ungmenna var haldið í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní-2 júlí). Þar voru tveir drengir frá Skaust á Austurlandi að keppa sem tóku samtals þrjú brons verðlaun heim í Fljótsdalshérað.

Þórir Freyr Kristjánsson – einstaklings og liða bronsverðlaun

Þórir keppti í berboga U18 karla. Í 8 manna úrslitum lenti Þórir í spennandi leik gegn Hans Gustav Refne frá Noregi sem endaði jafn og þurfti því bráðabana til að ákvarða hver þeirra héldi áfram í undanúrslit (ein ör nær miðju vinnur) báðir skutu 7 stig og þurfti dómara til að mæla hvort væri nær, sem var Þórir. Þórir fór því í undanúrslit þar sem hann mætti öðrum Norðmanni sem vann 6-0 og sendi Þórir í brons leikinn. Í brons úrslitaleiknum mætti Þórir hinum Danska Magnus Hjort, þar sem Þórir vann sannfærandi sigur 6-0 og tók því einstaklings bronsið í sinni grein. Þórir vann einnig bronsið í liðakeppni berboga U18 á mótinu.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-TKVnnTH/A

Daníel Baldursson Hvidbro – liða bronsverðlaun 

Daníel keppti í trissuboga U21 karla. Daníel komst einnig í brons úrslitaleik einstaklinga í sinni keppnisgrein eftir tap gegn Jakob Lorentzen frá Danmörku í undanúrslitum. Brons úrslitaleikurinn var al Íslenskur en þar mætti Daníel liðsfélaga sínum Kaewmungkorn (Púká) Yuangthong frá Íslandi. Þar hafði Púká betur 130-116 og Daníel þurfti að sætta sig við 4 sætið í einstaklingskeppni á NM ungmenna. Í liðakeppni trissuboga U21 unnu Daníel og Púká svo brons með þriðja liðsmanninum Önnu Maríu Alfreðsdóttir.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-VCj9ch7/A

Semsagt mjög árangursrík helgi hjá Austurlendingunum Daníel og Freyr, sem keppa með Skotíþróttafélag Austurlands á Egilstöðum.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-qjGKvGX/A