30 ára og eldri geta keppt á Íslandsmóti Öldunga

Aldursflokkar sem hægt er að keppa í á Íslandsmóti öldunga eru 30+, 40+, 50+, 60+ og 70+.

Byrjað var á síðasta ári að bjóða upp á aðra aldursflokka á Íslandsmótum öldunga. Bætt var við 30+, 40+, 60+ og 70+ flokkum, við venjulega 50+ flokkinn (masters).

Það opnar líka möguleikann á því að fleiri geti tekið þátt á mótinu.

Fyrirmyndin var tekin frá European Master Games og World Master Games mótunum þar sem öldungaflokkar byrja við 30 ára aldur. Á síðasta European Master Games (Evrópuleikum öldunga) í Torino Ítalíu voru Íslenskir keppendur að keppa í 30+, 40+ og 50+ flokkum og gert ráð fyrir að slík þátttaka muni aukast í framtíðinni.

Við hvetjum íþróttafélögin til þess að koma þessu áfram til sinna félagsmanna.

Vegna Covid verður BFSÍ líklega liðlegra með endurgreiðslur keppnisgjalda ef til kæmi að einstaklingar þurfi að aflýsa þátttöku sinni vegna heimsfaraldursins.

Sjá nánari upplýsingar í skráningu mótsins.