18 keppendur á leið á Norðurlandameistarmót Ungmenna í bogfimi í Danmörku.10 stelpur og 8 strákar.
8 úr BF Boganum í Kópavogi, 6 úr ÍF Akur á Akureyri, 2 úr Skotfélagi Ísafjarðar, 1 frá BF Hróa Hetti í Hafnarfirði og 1 úr UMF Eflingu á Laugum Samtals eru 264 keppendur á mótinu í 3 aldursflokkum.
Keppnin verður helgina 6-7 Júlí.
Helstu keppendur til að fylgjast með eru:
Guðbjörg Reynisdóttir ver hún titilinn sinn í berboga U21 (Junior) kvenna í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði. Guðbjörg varð tvöfaldur Norðurlandameistari á NUM í fyrra í Noregi og er talin mjög líkleg til að endurtaka það í ár. Þrátt fyrir að hafa snúið boganum sínum öfugt þegar hún setti hann saman fyrir úrslitakeppnina um gullið í fyrra.
Eowyn Mamalias í trissuboga U16 (Nordic cadet) kvenna í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi. Eowyn var nýlega meðal 7 keppenda sem kepptu á Evrópuleikunum og var þar bæði lang yngsti keppandinn fyrir Ísland og meðal allra þjóða í bogfimi. Heimssambandið birt grein um hana hér. Eowyn er talin líkleg til að koma með medalíu heim þar sem hún var í 3 sæti í undankeppni á NUM í fyrra en týndi gikknum sínum í útsláttarkeppninni og tapaði því fyrsta útslættinum þar sem hún náði ekki að skjóta öllum örvunum.
Nói Barkarson í trissuboga U18 (WA cadet) karla í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi. Nói var í 4 sæti á NUM í undankeppni í fyrra en það var í U16 flokki. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann keppir í U18 flokki og er því að keppa á 50 metrum í stað 30 metra í fyrra og verður áhugavert að fylgjast með hvernig honum gengur í næsta aldursflokki fyrir ofan.
Flokkar sem er vert að fylgjast með eru:
U21 (junior) sveigboga karla við erum með 4 keppendur í þeim flokki, meðal annars Aron í ÍF Akur og Ásgeir í UMF Eflingu sem sýndu þar flotta takta á NUM í fyrra og enduðu í 11 og 12 sæti.
U16 (Nordic Cadet) trissubogi kvenna erum við einnig með 4 stelpur sem eru allar úr BF Boganum í Kópavogi sem gætu komið heim með fleiri en 1 einstaklings verðlaun.
Rakel Arnþórsdóttir ÍF Akur sem er að keppa í U21 (Junior) sveigboga kvenna verið að sýna mikla framför og náði meðal annars bronsi á Íslandsmótinu innahúss í opnum flokki fyrr á árinu.
Við bíðum eftir Íslandsmeta tilkynningunum.
Hér fyrir neðan er listi af þeim sem eru að keppa frá Íslandi.
ALFREDSDOTTIR Anna Maria | 33C | Compound WA Cadet Women | Ses. 1 |
ANDRESDOTTIR Tinna Rut | 8C | Recurve WA Junior Women | Ses. 1 |
ARNTHORSDOTTIR Rakel | 9C | Recurve WA Junior Women | Ses. 1 |
BARKARSON Noi | 32C | Compound WA Cadet Men | Ses. 1 |
BIRGIRSSON Petur Mar M | 52D | Recurve Nordic Cadet Men | Ses. 1 |
ELFARSSON Georg Runar | 4C | Recurve WA Junior Men | Ses. 1 |
GUDMUNDSSON Baldur Ingimar | 19C | Recurve WA Cadet Men | Ses. 1 |
HILMARSDOTTIR Marin Anita | 53D | Recurve Nordic Cadet Women | Ses. 1 |
HRAFNSDOTTIR Katrin Birna | 56D | Compound Nordic Cadet Women | Ses. 1 |
KRISTJANSDOTTIR Agata Vigdis | 59D | Compound Nordic Cadet Women | Ses. 1 |
KRISTJANSDOTTIR Lilja Dis | 20C | Recurve WA Cadet Women | Ses. 1 |
LOTSBERG Aron Orn Olason | 6C | Recurve WA Junior Men | Ses. 1 |
MAMALIAS Eowyn Marie | 57D | Compound Nordic Cadet Women | Ses. 1 |
REYNISDOTTIR Gudbjorg | 35D | Barebow WA Junior Women | Ses. 1 |
SIGMUNDSSON Bjorn | 7C | Recurve WA Junior Men | Ses. 1 |
SIGURDSSON Sveinn Mani | 55D | Compound Nordic Cadet Men | Ses. 1 |
STEFANSDOTTIR Olína | 58D | Compound Nordic Cadet Women | Ses. 1 |
UNNSTEINSSON Asgeir Ingi | 5C | Recurve WA Junior Men | Ses. 1 |
Hægt verður að fylgjast með úrslitum jafnóðum og þau eru birt á ianseo.net