17. júní – frítt á Hamranesvöll

Bogfimifélagið Hrói Höttur er búinn að koma upp glæsilegum utanhúss bogfimivelli með 10 skotmörkum á Hamranesvelli í Hafnarfirði. 17. júní verður völlurinn opin öllum án endurgjalds. Það eru mörg bogfimimót framundan í sumar bæði Íslandsmót utanhúss í öllum flokkum, Stóra Núps mótaröðin og Norðurlandamót ungmenna svo einhver séu nefnd.  Þannig að þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem ætla að taka þátt í þessum mótum að mæta á Hamranesvöll á morgun og taka smá æfingu.

Fyrir þá sem ekki hafa komið á Hamranesvöll áður þá fylgir með kort sem sýnir hvar völlurinn er staðsettur, en staðsetning hans er merkt með rauðu merki á kortinu.

Búið er að leggja út í verulegan kostnað til þess að koma upp þessari góðu utanhúss bogfimiaðstöðu þannig að alla jafna þarf að greiða vallargjald fyrir afnot af vellinum. Þeir sem hafa áhuga á því að stunda bogfimi á Hamranesvelli eftir 17. júni geta haft samband við bogfimifélagið Hróa Hött (svennispes(hjá)gmail.com ) og fengið nánari upplýsingar.