Bogfimifélagið Boginn umsóknir styrkja og upplýsingar um styrki.

Breytingar hafa orðið á styrktar formi Bogfimifélagsins Bogans til félagsmanna sem keppa fyrir félagið, hægt er að sjá nýju reglurnar hérna fyrir neðan.

Hægt er að sækja um styrkina neðst á síðuni.

Styrkir sem félagsmenn geta sótt um.

Félagsmenn sem eru skuldlausir við félagið get sótt um eftirfarandi styrki, þeir meðlimir sem taka við þessum styrkjum skuldbinda sig til að keppa fyrir félagið í eitt ár frá því að styrkurinn er greiddur út. (aðrir félagsmenn geta skipt um félag sama dag og félagsmaðurinn er búinn að tilkynna að hann vilji skrá sig úr félaginu til stjórnar félagsins)

Styrkur til keppnisferðar eða æfingarbúðir erlendis – 50.000.kr

Aðeins er hægt að fá styrkinn einu sinni á almanaksári.
Styrkurinn er greiddur út eftir að móti eða æfingarbúðum er lokið.
Gildir fyrir öll mót á vegum heimssambandins WorldArchery og heimsálfu undirsambanda þess, World Archery Europe, Asia, America, osfrv) og fyrir Norðurlandasambandið.
Dæmi um mót eru : World Championship, European Championship, World Cup Outdoor eða Indoor, European Grand Prix, gildir einnig á öll youth mót á vegum sambandins, Norðurlandamót og svo framvegis)
Styrkurinn er greiddur út svo lengi sem sjóður félagsins endist.

Styrkur til þjálfunarmenntunar – 50.000.kr

Aðeins er hægt að fá styrkinn einu sinni á almanaksári.
Styrkurinn er greiddur út eftir að námskeiði er lokið.
Gildir fyrir öll þjálfaranámskeið á vegum ÍSÍ eða Heimsambandsins WorldArchery fyrir íþróttirnar sem Boginn stundar, og námskeið sem eru í samstarfi við þessi sambönd.
Ekki er greitt út meira en námskeiðið kostar félagsmanninn. (semsagt ef kostnaðurinn er undir 50.000.kr er bara greitt út sú upphæð sem námskeiðið kostaði)
Styrkurinn er greiddur út svo lengi sem sjóður félagsins endist.

Styrkur til dómaramenntunar – 50.000.kr

Aðeins er hægt að fá styrkinn einu sinni á almanaksári.
Styrkurinn er greiddur út eftir að námskeiði er lokið.
Gildir fyrir öll námskeið á vegum ÍSÍ eða Heimsambandsins WorldArchery, og námskeið sem eru í samstarfi við þessi sambönd.
Ekki er greitt út meira en námskeiðið kostar félagsmanninn. (semsagt ef kostnaðurinn er undir 50.000.kr er bara greitt út sú upphæð sem námskeiðið kostaði)
Styrkurinn er greiddur út svo lengi sem sjóður félagsins endist.

Árangursstyrkur vegna góðrar frammistöðu á mótum erlendis.

Styrkir sem hægt er að sækja um vegna árangurs á móti erlendis.
Gildir fyrir öll mót á vegum heimssambandins WorldArchery og heimsálfu undirsambanda þess, World Archery Europe, Asia, America, osfrv)
Fyrir hvern unninn útslátt í útsláttarkeppni getur félagsmaðurinn sótt um styrk upp á 20.000.kr

Fyrir þá félagsmenn sem keppa í medalíukeppni einstaklinga (semsagt 4 efstu sæti á móti) geta þeir félagsmenn sótt um styrk upp á 50.000.kr
Fyrir þá félagsmenn sem keppa í medalíukeppni liða (semsagt 4 efstu sæti í Mixed Team eða Team keppni) geta þeir félagsmenn sótt um styrk upp á 25.000.kr (semsagt per mann sem er í Boganum, Boginn greiðir ekki styrk til meðlima annara félaga, ef allir 3 í liðakeppni eru t.d í boganum þá fá þeir 75.000.kr total 25.000.kr per mann)

Ef fleiri keppendur eru að keppa en komast í útsláttarkeppni, þá telst það sem unninn útsláttur að komast inn í útsláttarkeppni. Þar sem allir þeir sem komust ekki í útsláttarkeppnina hafa þá verið slegnir út. (T.d top 32 innandyra og top 104 utandyra komast í útslátt)

Styrkurinn er greiddur út svo lengi sem sjóður félagsins endist.

 

1 Trackback / Pingback

  1. Bogfimifélagið Boginn | Archery.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.