Yngstu krakkarnir voru sterkir í trissuboga á Íslandsmótinu

U16 flokkurinn í trissuboga karla og kvenna var nokkuð sterkur á á Íslandsmótinu í dag.


Agata Vigdís Kristjánsdóttir í BF Boganum í Kópavogi skoraði langhæsta skor í undankeppni trissuboga á mótinu með skorið 648, sem er ekki langt frá Íslandsmetinu sem er 667 stig í U16 flokki (af 720 mögulegum. Í gullkeppninni náði Ólína Stefánsdóttir úr sama félagi yfirhöndinni og vann Agötu 137-131. Ólína náði að bæta Íslandsmetið í útsláttarkeppni kvenna U16 sem Agata setti á Norðurlandameistaramótinu fyrr í þessum mánuði. Metið var 134 stig og Ólína skoraði 137 stig á Íslandsmótinu og sló 2 vikna gamalt metið hennar Agötu.

Daníel Ægisson í BF Boganum var hæstur í undankeppni U16 trissuboga karla með skorið 593. Sem telst vænlegt til árangurs þar sem hann byrjaði fyrir minna en ári síðan í íþróttinni. Púka (Kaewmungkorn Yuangthong) var annar hæstur í undankeppninni með 566 stig og hafði betur í gull keppninni þar sem hann vann sigurstranglegri Daníel 121-117

Heimamaðurinn á Stóra Núpi Rúnar Þór Gunnarsson vann sigur á Alberti Ólafssyni í gull keppni trissuboga 50+ 121-116.

Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir bætti sitt eigið met í trissuboga 50+ kvenna frá því á heimsbikarmótinu í Berlin þar sem hún og Albert slóu einnig 2 heims og evrópumet í 50+ flokki.

Við viljum minna keppendur á að tilkynna metin í einstaklings og liðakeppni á bogfimi.is