World Cup Berlin 2017

Fjórir keppendur keppa fyrir Íslands hönd á heimsbikarmótinu í berlin í næstu viku.

1. Astrid Daxböck í bæði trissuboga og sveigboga kvenna. Astrid er búin að vera að nota sér fagteymi nefndarinnar vegna eymdar í baki eftir að lyfta þungum kassa í vinnuni. Hún er einnig nýlega búin að fá nýjann boga frá WinWin sem hún er enþá að venjast og keppir með í fyrsta skipti í Berlin.

2. Helga Kolbrún Magnúsdóttir í trissuboga kvenna. Helga er smávægilega slösuð á olngboga og öxl sem gerðist stuttu fyrir Íslandsmeistarmótið fyrir um 2 vikum. Hún var að hjálpa til við íbúða flutninga þegar hún datt úr pallbíl og bar fyrir sig hendin og hefur því verið að taka því rólega fyrir mótið. Við vonum að hún verði komin í lag fyrir mótsdag en hún ætlaði að notfæra sér sjúkraþjálfa fagteymisins sér til aðstoðar líka. Kannski slær hún íslandsmetið í einstaklings trissuboga kvenna í þriðja skiptið á þessu ári (ó æfð)

(Við þurfum kannski að fara að banna keppendum okkar að lyfta þungum hlutum utan æfinga hehe)

3. Ewa Ploszaj í trissuboga kvenna. Þetta er fyrsta stórmót sem Ewa hefur keppt á fyrir hönd Íslands, en hún hefur áður keppt fyrir Ísland á European Grand Prix 1 og 2 á þessu ári með fínum árangri. Hún hefur hjálpað mikið til að lyfta Íslandi upp á heimslistanum og við vonum að hún haldi því áfram í framtíðinni.

4. Guðmundur Örn Guðjónsson í bæði trissuboga og sveigboga karla. Stærsti flokkurinn er sveigbogi karla en þar eru 123 keppendur skráðir en aðeins 104 komast í útsláttarkeppnina og þar sem erfiðleikastigið á heimsbikarmótunum er svipað og á Ólympíuleikum verður áhugavert að sjá hvernig Guðmundur stendur sig. Hann á einnig séns á því að komast í top 100 í trissuboga karla ef hann vinnur að lágmarki einn útslátt.

Þetta er einnig sami hópur og fer á heimsmeistaramótið í Mexíkó með einni viðbót. Einar Hjörleifsson í sveigboga karla.

Þetta er í fyrsta sinn sem heimsbikarmótið er haldið í Berlin, en það verður haldið þar næstu 3 ár.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum live á eftirfarandi linkum.

https://worldarchery.org/competition/15470/berlin-2017-hyundai-archery-world-cup#/

http://ianseo.net/Details.php?toId=2034

Trissuboga kvenna liðið (3 í liði) mun líklega standa sig vel og gerum ráð fyrir top 10 sæti fyrir þær. Ef það gerist ætti Ísland að hækka á heimslista úr 35 sæti upp í 25 sæti eða hærra. Það myndi einnig lyfta trissuboga kvenna liðinu í top 10 í evrópu (rétt undir frakklandi, þýskalandi og bretlandi) og gæti orsakað að þær komist allar þrjár í top 100 á heimslista einstaklinga og top 50 á evrópulista.

Stöðu Íslands á heimslista fyrir mótið er hægt að finna hér fyrir neðan.

Fyrri talan er núverandi sæti og seinni talan er sætisbreyting fra síðasta heimslista móti.

Allar upplýsingarnar eru teknar af worldarchery.org

Í liðakeppni.

RECURVE MEN
63 63 ICELAND ISL flag 11.550
COMPOUND MEN
57 58 ICELAND ISL flag 10.500
COMPOUND WOMEN
35 35 ICELAND ISL flag 29.010

 

Í blandaðri liðakeppni.

COMPOUND MIXED TEAM
35 34 ICELAND ISL flag 60.375
RECURVE MIXED TEAM
48 49 ICELAND ISL flag 30.300

 

Staða einstaklinga á heimalista.

RECURVE MEN
275 277 GUDMUNDUR ORN GUDJONSSON ISL flag 12.300
415 422 SIGURJON SIGURDSSON ISL flag 5.900
584 594 EINAR HJORLEIFSSON ISL flag 2.700
584 594 INGOLFUR RAFN JONSSON ISL flag 2.700
584 594 OLAFUR GISLASON ISL flag 2.700
584 594 RAGNAR THOR HAFSTEINSSON ISL flag 2.700
729 741 CARLOS GIMENEZ ISL flag 1.000
760 771 CARSTEN TARNOW ISL flag 0.000
RECURVE WOMEN
182 182 ASTRID DAXBOCK ISL flag 17.700
570 576 SIGRIDUR SIGURDARDOTTIR ISL flag 0.000
570 576 OLOF GYDA RISTEN SVANSDOTTIR ISL flag 0.000
COMPOUND MEN
142 139 GUDJON EINARSSON ISL flag 19.050
150 146 GUDMUNDUR ORN GUDJONSSON ISL flag 18.450
508 514 DANIEL SIGURDSSON ISL flag 2.800
508 514 KRISTMANN EINARSSON ISL flag 2.800
516 522 MACIEJ STEPIEN ISL flag 2.700
516 522 RUNAR THOR GUNNARSSON ISL flag 2.700
COMPOUND WOMEN
106 103 ASTRID DAXBOCK ISL flag 27.780
143 143 HELGA KOLBRUN MAGNUSDOTTIR ISL flag 17.140
172 171 EWA PLOSZAJ ISL flag 13.200
213 213 MARGRET EINARSDOTTIR ISL flag 9.040
294 300 GABRIELA IRIS FERREIRA ISL flag 4.800