WAE Þing: Væntanlegar breytingar á EM innanhúss

Meðal þeirra tillaga sem samþykktar voru á þinginu er að EM Innanhúss verður nú haldið á hverju ári auk þess að berbogaflokki var bætt við.

Þing World Archery Europe fór fram í gær í gegnum fjarfundarform eftir að staðbundnu þingi var aflýst vegna hertra sóttvarnartakmarkana í Tyrklandi stuttu fyrir ásetta dagsetningu þingsins.

Á þinginu voru settar fram 12 tillögur til breytinga á lögum og/eða reglum sambandsins sem allar voru samþykktar af þingfulltrúum. Tvær af þeim tillögum varða Evrópumeistaramót Innanhúss.

WAE lagði til að evrópumeistaramót innanhúss yrði haldið á hverju ári frekar en á tveggja ára fresti. Útskýring tillögunnar var sú að á þingi WA árið 2019 var hætt við skipulagningu HM innanhúss, leggur WAE því til að halda EM innanhúss (sveigbogi og trissubogi) á hverju ári frá árinu 2021. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.

Bogfimisamband Slóveníu lagði til að berboga yrði bætt við sem bogaflokki á evrópumeistaramóti innanhúss. Meðfylgjandi útskýring var að síðan 15. janúar hefur berbogaflokkur verið formlega viðurkennd í markbogfimi. Flest aðildarsambönd WAE hafa þegar talið berboga lengi með í sínum innanhússmótum. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta.

Hægt er að nálgast allar þær tillögur sem lagðar voru fram á þinginu hér á vef WAE.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.