Villa í áætluðu skipulagi í skráningu á Íslandsmeistaramót utanhúss 2020. Berbogi og trissubogi eru á laugardegi og sveigbogi á sunnudegi.

Það gleymdist að breyta áætlaða skipulaginu í skráningarskjalinu á Íslandsmeistaramót í opnum flokki 2020 17-19 Júlí. Áætlaða skipulagið sem var skrifað í skráninguni var að berbogi væri á föstudegi, sveigbogi á laugardegi og trissubogi á sunnudegi.

Það átti að vera í áætlað skipulag í skráninguni: berbogi og trissubogi á laugardegi og sveigbogi á sunnudegi eins og skrifað var í skipulagið á ianseo.net.

Bráðabirgðaskipulagið sem er á ianseo.net er búið að vera þar síðan 21.03.2020 og flestir ættu að hafa séð það sem rétta bráðabirgða skipulagið. En betra að hafa varann á og að allir fái réttar upplýsingar. https://www.ianseo.net/TourData/2020/7132/bradabirgdaskipulag%20-%20prelimnary%20schedule%20slandsmeistaramt%20utanhss%202020.pdf?time=2020-03-21+00%3A42%3A24

Email var sent á alla keppendur og forsvarsmenn allra félaga til að tryggja að allir fái réttar upplýsingar.

Rétt skipulag á Íslandsmótum er alltaf að finna á ianseo.net nokkrum mánuðum eða vikum fyrir mót https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7132 ef breytingar verða á skipulagi er því breytt á ianseo.net.