Veronicas Cup landsliðsverkefni að hefjast

9 keppendur keppa um helgina fyrir Bogfimisamband Íslands í Slóveníu um helgina.

Hvað er að gerast?

Veronicas Cup World Ranking event 6-8 maí, fyrsta landsliðsverkefni BFSÍ utandyra 2022.

Hvað er í húfi?

Stig á heimslista, verðlaun og tækifæri til að undirbúa sig fyrir utandyra tímabilið og mikilvæg mót eins og EM utandyra í júní.

Hvenær er keppt?

Undankeppni er á morgun ásamt liðakeppni og blandaðri liðakeppni. Einstaklings útsláttarkeppni er á laugardaginn og sýnt verður beint úr öllum gull og brons úrslitaleikjum á sunnudaginn.

Hvernig er keppt?

Mótið byrjar á undankeppni þar sem keppendur skjóta 72 örvum og þeim er svo raða upp í útsláttarkeppni einstaklinga, liða og blandaðra liða byggt á þeim úrslitum. Í úttsláttarkeppni er það maður á móti manni (eða lið á móti liði) sem keppa, sá sem vinnur heldur áfram þar til sigurvegari stendur uppi.

Hvar er hægt að fylgjast með?

Hægt er að fylgjast með úrslitum á ianseo.net. Livestream á gull og brons úrslitum á sunnudaginn verður hægt að finna hlekk á á ianseo.net eða á heimsíðu eða facebook mótshaldara. Og eins og áður munum við reyna að birta fréttir jafnóðum og úrslit eru ljós.

Hver er að keppa fyrir Ísland?

Í trissuboga kvenna eru Anna María Alfreðsdóttir, Freyja Dís Benediktsdóttir, Astrid Daxböck og Eowyn Marie Mamalias að keppa fyrir Ísland og telst líklegt að þær komi með gullið heim af mótinu. Anna skaut með sínum bestu skorum í dag á æfingu fyrir mótið 349 stig fyrir hálfa umferð (349*2=698 þá fyrir heila) til samanburðar er Evropumetið í trissuboga kvenna U21 705. Semsagt mjög sterkt lið sem Ísland er með í trissuboga kvenna á mótinu. Gummi Guðjónsson er eini karlinn í trissuboga en hann fyllti í með skömmum fyrirvara til að Ísland væri einnig með blandað lið (mixed team).

Í sveigboga kvenna eru Marín Aníta Hilmarsdóttir, Valgerður E. Hjaltested og Astrid Daxböck að keppa og telst líklegt að þær muni sjást í gull eða brons úrslitaleik á mótinu í liðakeppni. Marín er fyrirliðinn og talin líklegasta von Íslands til þess að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana á næsta ári, þar sem hún hefur þegar náð lágmarks viðmiðum fyrir Ólympíuleika. Dagur Örn Fannarsson er eini sveigboga karl Íslands á mótinu.

Hvað annað áhugavert er að gerast?

Reglum heimssambandsins um tíma per ör var breytt á síðasta heimsþingi úr 40 sekúndum í 30 sekúndur fyrir heimslista viðburði sem tekur gildi í ár og þar sem þetta er með fyrstu mótum fra því að reglubreyting tók gildi eru keppendur að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

Gummi Guðjónsson var beðinn af tæknilegum fulltrúa Heimssambandsins á mótinu um að dæma á mótinu í liðakeppni þar sem skortur var á dómurum vegna mikils fjölda liða sem er að keppa og hann er með heimsálfudómara réttindi hjá Evrópusambandinu.

Allar nema ein af Íslensku konunum a mótinu eru yngri en 21 árs, en ákváðu allar að keppa í Opnum flokki (fullorðinna) þar sem samkeppni er mun meiri. Eins og ein þeirra sagði “það er ekkert gaman ef þetta er ekki erfitt”.

244 keppendur eru að keppa á Veronicas Cup samtals sem er töluvert meira en á Evrópubikarmótinu sem er í gangi í Búlgaríu á sama tíma þar sem aðeins eru 186 keppendur skráðir til keppni.

Inside jokes fyrir keppendur. Marín barðist við græna könguló, Astrid borðaði kattartungur, Vala vildi hlaupa i kringum völlinn á meðan var verið að skjóta, Dagur vildi hótel á matinn sinn, Gummi sparaði mótshöldurum tugi þúsunda Evra, Eowyn gat ekki tekið sér pásu, Anna keypti fótbolta til að fara í körfubolta og Freyja ætlar að sofa í töskunni sinni.

Áfram Ísland