Valur tekur Íslandsmeistaratitilinn í U16 með 6-2 sigri í gull úrslitum

Valur Einar Georgsson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi varð þrefaldur Íslandsmeistari í sveigboga karla U16 um helgina á Íslandsmóti ungmenna (liða, para og einstaklinga)

Valur vann titilinn í liðakeppni ásamt liðsfélaga sínum Sindra Pálssyni þar sem þeir voru með hæsta skor í undankeppni liða og slóu Íslandsmetið í sveigboga karla U16 liðakeppni. Valur vann einnig parakeppnis titilinn en liðsfélagi hans Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir í parakeppni varð einnig Íslandsmeistari í U16 sveigboga kvenna einstaklinga. Ekki eru úrslit í liða- eða parakeppni U16/U18 og því titlarnir afhentir þeim sem skora hæstu stig í undankeppni mótsins.

Í úrslitum í einstaklingskeppni keppti Valur gegn liðsfélaga sínum Sindra, leikurinn byrjaði jafnt og Valur tók fyrstu lotuna og síðan Sindri næstu og þeir því jafnir 2-2. Valur tók svo næstu 2 lotur og vann því leikinn og titilinn 6-2.

 

Íslandsmót ungmenna innanhúss er haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið á laugardaginn 30. október og Íslandsmót U21 var haldið á sunnudaginn 31. október. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér: