Valgerður Einarsdóttir Hjaltested í 5 sæti á EM U21 í bogfimi

Valgerður tapaði í gær 7-1 gegn Kathryn Morton frá Bretlandi í 8 manna úrslitum og endaði því í 5 sæti á EM.

Mjög undarlegar aðstæður orsökuðu það að Valgerður var að keppa í berboga U21 en hún gerir það ekki að staðaldri. Tveir greindust með kórónuveiruna rétt áður en haldið var á EM og Valgerði sem skráð var í sveigboga kvenna U21 var því boðið að færa sig úr U21 flokki í opinn flokk (fullorðinna) til að fylla í sveigboga lið kvenna. Einnig þar sem laust stæði var í U21 flokki sem var búið að greiða fyrir og flokkarnir stönguðust ekki á í skipulaginu var henni boðið að nota það stæði í berboga kvenna U21.

 

Valgerður byrjaði fyrst í bogfimi í berbogaflokki þegar hún var yngri en færði sig yfir í Ólympískann sveigboga sem hún hefur mesta ánægju af því að keppa í í dag.

Áhugvert er að Guðbjörg Reynisdóttir tapaði einnig gegn Kathryn 2019 þegar hún keppti um brons verðlaun á EM U21 í víðvangs bogfimi.

Valgerður keppti því í einstaklings og liðakeppni sveigboga kvenna og í einstaklingskeppni berboga U21 á EM 2022.

  • 34 sæti í sveigboga kvenna (fullorðinna)
  • 9 sæti í liðakeppni sveigboga kvenna (fullorðinna) og í
  • 5 sæti í berboga U21 kvenna.

Þetta er síðasta ár Valgerðar í U21 flokki og við munum því sjá hana oftar með fullorðins landsliðum í framtíðinni.

Evrópumeistaramótið innandyra í bogfimi 2022 er haldið í Lasko í Slóveníu 14-19 febrúar. Að þessu sinni á þessum undarlegu kórónuveirufaraldurs tímum eru 30 þjóðir eru að taka þátt með 386 þátttakendur samtals.