Valgerður E. Hjaltested vann þátttökurétt fyrir Ísland á Evrópuleikana þegar hún var í 4 sæti í undankeppni leikana, ásamt því að vera í 9 sæti á Evrópubikarmótinu

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested sýndi gífurlega sterka frammistöðu í síðustu viku þar sem hún vann þátttökurétt fyrir Ísland á Evrópuleikana og komst í brons úrslit keppninnar. Ásamt því að enda í 9 sæti á Evrópubikarmótinu í Bretlandi.

  • 4 sæti í einstaklings undankeppni Evrópuleikana
  • 9 sæti í liðakeppni Evrópubikarmótsins (3kvk)
  • 9 sæti í liða undankeppni Evrópuleikana (3kvk)
  • 57 sæti í einstaklingskeppni Evrópubikarmótsins
Sveigboga kvenna liðið í leiknum gegn Þýskalandi. Astrid á skotlínu, Valgerður er næst í röðinni, Marín öftust og sést glitta í þjálfara aftast

Eftir undankeppni mótsins keppti Valgerður ásamt sveigboga kvenna liðinu (3 kvk) í 16 liða úrslitum gegn sterkasta liði í heiminum Þýskalandi. Aðeins munaði 1 stigi að Íslandi hafi jafnað fyrsta settið gegn sterkasta liði í heiminum 49-48, en þær Þýsku tóku settið og þar með 2 stig. Þær Þýsku tóku næstu tvö sett af öryggi og tóku sigurinn 6-0 gegn okkar stelpum. Marín endaði því í 9 sæti ásamt liðsfélögum sínum Astrid Daxböck og Marín Anítu Hilmarsdóttir.

Mynd af liðunum eftir leikinn. Frá hægri: Astrid Daxböck, Marín Aníta Hilmarsdóttir og Valgerður E. Hjaltested

Á Evrópuleikum er einnig gefin þátttökuréttur fyrir þjóðir í liðakeppni í sveigboga. Valgerður keppti því einnig með liðsfélögum sínum í 16 liða úrslitum sveigboga kvenna í undankeppni um þátttökurétt á Evrópuleikana á móti Hollandi. Þar tóku þær Hollensku fyrstu þrjú settin og því sigurinn 6-0.

Ísland og Holland á skotlínu í undankeppni mótsins. Ásamt þeim voru Ísrael og Írland einnig á sömu skotmörkum í undankeppni og skiptust á að skjóta í AB-CD formi

Valgerður keppti einnig tvisvar í einstaklingskeppni á mótinu einu sinni á Evrópubikarmótinu og einu sinni sem hluta í European Games Qualification Tournament, sem er sér mót en haldið til hliðar við Evrópubikarmótið. Þar var keppt um síðustu þátttökurétti á Evrópuleikana 2023 sem átti eftir að úthluta.

Mynd áður en að leikur Hollands og Íslands byrjaði í 16 liða úrslitum um þátttökurétt á Evrópuleikana.

Á Evrópubikarmótinu keppti Valgerður gegn Irati Altuna frá Spáni. Þar vann sú Spænska fyrstu þrjú settin og tók því sigurinn örugglega 6-0. Valgerður var því sleginn út og endaði í 57 sæti Evrópubikarmótsins.

Valgerður að setja saman bogann á fyrsta æfingadeginum

Á undankeppnismóti um þátttökurétt á Evrópuleikana 2023 gekk Valgerði hins vegar gífurlega vel. Fyrst keppti Valgerður við Shira Ifergan frá Ísrael í mjög jöfnum leik sem Valgerður vann 6-4 og hélt því áfram í 16 manna úrslit. Þar mætti Valgerður Milana Tkachenko frá Portúgal, leikurinn var mjög jafn en Valgerður sigraði í síðustu lotunni með einu stigi og tók sigurinn 6-4. Í 8 manna úrslitum keppti Valgerður gegn Erika Jangnas frá Svíþjóð, þar sló Valgerður þá Sænsku út af miklu öryggi 6-0 og hélt því áfram í undanúrslit. Þar mætti Valgerður Liliana Licari frá Sviss, leikurinn var mjög jafn en sú Svissneska endaði alltaf með einu stigi hærra í hverri lotu,  Valgerður skaut vel í leiknum en sú Svissneska skaut bara betur og leikurinn endaði 7-1 og Valgerður því að keppa um bronsið.

Valgerður að skjóta á köldum og vindasömum degi mótsins

Í brons úrslita leiknum mætti Valgerður Laura Amato frá Sviss, leikurinn mjög jafn og eftir fyrstu tvær lotur var staðan 2-2, Laura tók svo þriðju lotuna með littlum mun og Valgerður lenti svo í óhappi í einu skotinu sínu í fjórðu lotunni og skaut framhjá skotmarkinu og gaf bronsið því til þeirrar Svissnesku 6-2. Svekkjandi að ná ekki bronsinu en gífurlega góð frammistaða hjá Valgerði. Valgerður endaði í 4 sæti í undankeppni Evrópuleikana og náði að tryggja Íslandi þátttökurétt á Evrópuleikana 2023.

Valgerður og Laura áður en að brons leikurinn hófst

Valgerður er fyrsti Íslendingur sem vinnur þátttökurétt á Evrópuleikana í bogfimi fyrir Ísland (2015 og 2019 fékk Ísland boðssæti “wild card”). En þar sem Valgerður hefur ekki náð lágmarks skor viðmiðum leikana (600 stig) mun hún ekki geta notað þátttökuréttinn sem hún vann fyrir Ísland og því mun liðsfélagi hennar Marín Aníta Hilmarsdóttir keppa á Evrópuleikunum 2023 í staðin, þar sem hún hefur náð lágmarks skor viðmiðum og getur notað þátttökuréttinn (staðfesting þess efnis barst BFSÍ í tölvupósti frá Evrópska Bogfimisambandinu í dag).

Því mætti í raun segja að Valgerður hafi unnið þátttökurétt fyrir Marín, og ef að önnur hvor þeirra hefði ekki verið að keppa um þátttökurétt á leikana hefði Ísland líklega ekki átt fulltrúa á Evrópuleikunum. Áætlað er þó að Valgerður fari með fylgdarmaður a leikana með Marín, þar sem Valgerður er starfsmaður BFSÍ og þjálfari. En það kemur í ljóst síðar þegar allt er orðið formlega staðfest.

Stelpurnar okkar að keppa saman í liðakeppni. Frá hægri: Marín Aníta Hilmarsdóttir, Valgerður E. Hjaltested og Astrid Daxböck

Evrópubikarmótið var haldið í Lilleshall Sports Centre í Bretlandi 2-8 apríl. Svæðið er eitt af þremur National Training Centers í Bretlandi og er heimasvæði Breska bogfimisambandsins og landsliða þeirra. Veðrið var mjög breytilegt á milli daga eins og sést á mörgum myndunum. Sumir dagarnir voru fínir Íslenskir sumar dagar, aðrir voru við frostmark, kaldir, rigning, vindur og allt þar á milli (svona klassískt Íslenskt sumar, breytist eftir 5 mínútur)

Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér:

Gott gengi okkar keppenda á Evrópubikarmótinu í Bretlandi og einn þátttökuréttur á European Games kominn í hús

 

Yfir 400 keppendur frá 40 þjóðum eru að keppa á Evrópubikarmótinu i Lilleshall Bretlandi