Valgerður Einarsdóttir Hjaltested í Boganum í Kópavogi endaði í 57 sæti á Evrópumeistaramótinu í bogfimi í München Þýskalandi í vikuni. Þar var hún aðeins einni ör frá því að eiga líkur á sæti á Evrópuleikana 2023.
Þetta er fyrsta Evrópumeistaramót fullorðinna sem Valgerður hefur keppt á og hún setti personal best í undankeppni mótsins með skorið 553 stig og endaði í 71 sæti eftir undankeppni mótsins. Topp 104 halda áfram í lokakeppni (útsláttarkeppni).
Í lokakeppni mótsins mætti Valgerður Pólsku Natalia Lesniak sem var í 42 sæti í undankeppni mótsins. Stelpurnar jöfnuðu fyrstu umferðina og skiptust svo á að sigra næstu fjórar umferðir og enduðu jafnar 5-5 í leiknum og því þurfti bráðabana til þess að leysa úr jafnteflinu um hvor þeirra héldi áfram í næsta útslátt. Í bráðabana er skotið einni ör og sú sem hittir hærra skor sigrar og heldur áfram. Natalia vann það með því að skjóta 10 gegn 7 frá Valgerði.
Segjum sem svo að Valgerður hefði unnið bráðabanann og unnið næsta leik þar á eftir, þá hefði hún unnið þátttökurétt á Evrópuleikana. Segjum sem svo að Valgerður hefði unnið bráðabanann og svo tapað næsta leik þá hefði hún keppt við 10 aðrar þjóðir um síðustu 6 þátttökurétti á Evrópuleikana sem var úthlutað á EM. Þannig að það var mikið í húfi í þessum bráðabana og því ekki óraunhæft að segja að Valgerður hafi verið einu góðu skoti frá góðum möguleika á þátttökurétt á Evrópuleiknum.
Það er kannski ekki saga til næsta bæjar að vera næstum búin að vinna eitthvað. En ef tekið er tillit til þess að Valgerður keppti á sínu fyrsta alþjóðlega móti í febrúar á þessu ári, að personal best hennar fyrir þetta mót var 508 stig (553 á þessu móti), að Vala var upprunalega ekki áætluð til keppni á EM heldur fyllti í stöðu annars Íslensks keppanda sem þurfti að aflýsa þátttöku sinni með skömmum fyrirvara og að Vala er að vinna í mikilli breytingu í formi og skotinu sínu og var með nýjann búnað sem hún var ekki orðin vön á mótinu. EM var í raun fórnar reynslu mót fyrir Valgerði þar sem ekki var gert ráð fyrir miklum árangri, áætlað var að breytingarnar sem er verið að gera myndu byrja að skila árangri í fyrsta lagi seinni hluta þessa árs. Tekið tillit til allra þessara atrið er í raun ótrúlegt að hún hafi verið þetta nálægt þátttökurétt á Evrópuleikana.
Valgerður hefur verið í mikilli samkeppni við liðsfélaga sinn Marín Anítu Hilmarsdóttir úr sama félagi en Marín hefur haft betur í þeim keppnum hingað til og því fréttirnar úr sveigboga kvenna almennt verið um Marín. Marín var óheppin og tapaði sínum leik á EM 6-2. Marín var með hærra skor á undankeppni EM núna 586 og hefur þegar náð yfir lágmarksviðmiðum fyrir Evrópuleika (600) og Ólympíuleika (610), en Valgerður er á hraðri uppleið. Með þessar tvær stelpur stendur Ísland vel af vígi í sókn að því að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana 2023 á síðasta undankeppnismóti leikana í Bretlandi í apríl á næsta ári. Bardaginn milli þeirra mun halda áfram á EM ungmenna í ágúst. Hvor þeirra æfir sig meira á næstu 8 mánuðum mun líklega skera úr um hvor þeirra nælir í þátttökuréttinn. En saman hafa þær meiri möguleika en ef þær væru einar.
Stelpurnar kepptu einnig saman í liðakeppni þar sem þær mættu Póllandi í 24 liða lokakeppni en töpuðu þar 6-0.
Evrópumeistaramótið utandyra í bogfimi fer fram í Munchen Þýskalandi vikuna 6-12 júní. 12 Íslenskir þátttakendur voru að keppa á mótinu en hafa nú lokið keppni. 40 þjóðir og um 400 þátttakendur voru á EM að þessu sinni. Keppt er í sveigboga og trissuboga flokkum, karla og kvenna, einstaklings og 3 manna liðakeppni ásamt blandaðri liðakeppni (1kk+1kvk). Gull og brons úrslit EM verða um helgina.
Veðrið á mótinu var mjög breytilegt frá blíðviðri yfir í úrhelli var út vikuna og littum vindi.
Vert er að geta að í ár er 50 ára afmæli þess að Bogfimi var tekin inn á Ólympíuleikana aftur í núverandi mynd. Þeir Ólympíuleikar voru einnig haldnir í Munchen 1972.
Mjög stutt samantekt af öðrum úrslitum Íslands. Sveigboga kvenna liðið, trissuboga karla liðið og trissuboga blandaða liðið töpuðu sínum leikjum í 24 liða lokakeppni á EM og lentu öll í 17 sæti. Sveigboga karla liðið (28 sæti) og sveigboga blandaða liðið (29 sæti) komust ekki í lokakeppni EM eftir undankeppni mótsins. Allir 12 Íslensku keppendurnir komust í lokakeppni einstaklinga eftir undankeppni mótsins en voru flestir slegnir út í fyrstu útsláttum lokakeppni mótsins. Bestu niðurstöður Íslands á mótinu voru trissuboga kvenna liðið í 9 sæti og Anna María í 17 sæti.