Undankeppni lokið á HM í Yankton. Alfreð og Anna bæði í lokakeppni einstaklinga, en einu sæti frá lokakeppni HM í mixed team (parakeppni)

Undankeppni HM í bogfimi var í dag. Tveir keppendur kepptu fyrir hönd Íslands Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson bæði í trissuboga. Bæði komust bæði áfram í lokakeppni HM (útsláttarkeppni) og halda áfram í keppni á fimmtudaginn næsta.

Krefjandi veður aðstæður voru á mótinu en það var helst vindurinn sem truflaði keppendur í undankeppni. Mótið er haldið í Easton archery center í höfuðstöðvum IFAA í Yankton í Bandaríkjunum.

Litlu munaði að Ísland kæmist aftur í lokakeppni HM Í mixed team (parakeppni) en Alfreð og Anna enduðu í 25 sæti rétt á eftir Japan og Portúgal, en aðeins efstu 24 lið og efstu 104 einstaklingar halda áfram í lokakeppni á HM. Undankeppni í liðakeppni er samanlagt skor hæstu keppenda frá sama landi (mixed team er hæsta kona+hæsti karl í sama bogaflokki og í liðakeppni er samanlagt skor hæstu þriggja keppenda í sama kyni/bogaflokki)

Á morgun (miðvikudag) verður keppt í liðakeppni á HM og því engin úrslit af Íslendingum til að fylgjast með en Alfreð og Anna munu keppa í lokakeppni einstaklinga (útsláttarkeppni) fimmtudaginn 23 september kl 09:15 að staðartíma (14:15 að íslenskum tíma).

Alfreð endaði í 85 sæti eftir undankeppni með skorið 626. Veðrið hefur haft töluverð áhrif á hann og slysið á æfingu fyrir mótið þar sem hann sló sig all rækilega í hendina þannig að það dró blóð, eina skorið sem við munum eftir sem var lægra en þetta frá Alfreð var á Íslandsmeistaramóti utanhúss 2020 en gul storm viðvörun var á meðan á því móti stóð. Alfreð mun mæta Miguel Becerra frá Mexíkó í lokakeppni sem var í 28 sæti í undankeppni. Það verður ekki lamb að leika sér við þar sem Miguel hefur unnið til fjölmargra verðlaun á heimsbikarmótum og HM ungmenna. Þannig að það mætti að segja að líkurnar séu ekki með Alfreð í þessum útslætti. En úrslit úr undankeppni segja ekki til um hvernig úrslit verða í lokakeppni sérstaklega þegar að veður aðstæðurnar stríða keppendum. Þó að líkurnar séu ekki honum í hag eru þær langt frá því að vera engar. Við áætlum líkurnar á sigri milli Alfreð vs Miguel séu 20/80.

Anna María stóð sig mjög flott miðað við aðstæður og endaði í 56 sæti í undankeppni með skorið 640 stig, Anna ætlar greinlega að halda áfram röðinni af skorum sem eru yfir Evrópuleika lágmörkum sama hvað veðrið segir (Evrópuleika lágmörk 2019 voru 640 fyrir trissuboga kvenna). Anna sló Íslandsmetið í U21 trissuboga kvenna með 654 stig í sumar. Hún mun mæta Chi-Huei Hsu frá Taipei í lokakeppni HM sem var í 57 sæti og 4 stigum lægri en Anna í undankeppni. En áhugavert er að báðar stelpurnar eru 18 ára á þessu ári og báðar að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega stórmóti (fullorðina). Því má segja að líkurnar í fyrsta útslætti lokakeppni HM séu í hag Önnu, en lítill munur er á milli þeirra. Við áætlum 55/45 líkur Önnu í hag á því hver sigrar fyrsta útsláttinn í lokakeppninni. Þetta verður vafalaust mjög spennandi útsláttur að fylgjast með á fimmtudaginn.

Þegar þau vinna fyrsta útsláttinn í lokakeppni er næsti útsláttur einstaklinga strax á eftir, koll af kolli þar til er komið í úrslit.

Nokkrir hikstar hafa verið í skipulagi mótsins en rútu skipulagið af sumum hótelum var í smá rugli og erfitt hefur verið fyrir marga keppendur að nálgast morgunmat. Margir keppendur hafa fundið fyrir því að geta ekki fengið sér kaffi í morgunsárið. Við gerum ráð fyrir því að mótshaldarar séu búnir að leysa þau vandamál sem upp hafa komið.

Þetta er fámennasti hópur Íslenskra þátttakenda á HM síðan 2013 þegar engin keppandi keppti á HM fyrir Ísland en það var áður en íþróttin tók risastórt hopp í þróun, iðkendafjöld og þátttöku sem byrjaði árið 2013. Ísland hóf reglubundna þátttöku á alþjóðavettvangi á HM innandyra 2014 þar sem Íslenska trissuboga karla landsliðið komst í úrslit á HM í fyrsta sinn, en tapaði þar á móti Svíþjóð sem sló Evrópumet á móti Íslendingunum í útslættinum í lokakeppni HM innandyra.

Keppendur Íslands á HM utandyra síðasta áratug (hámarks þátttaka er 12):

  • 2011 Torino Ítalía – 0
  • 2013 Belek Tyrkland – 0
  • 2015 Copenhagen Danmörk – 12 (fullt lið)
  • 2017 Mexico City Mexíkó – 6
  • 2019 s’Hertogenbosch Holland – 6
  • 2021 Yankton Bandaríkin – 2

Kostnaður vegna þátttöku á HM er stærsta hindrunin þar sem flestir keppendur hafa ekki efni á því að taka þátt. Kostnaður vegna HM hefur einnig hækkað á síðasta áratug og sérstaklega núna vegna Covid. Örðuleikar við ferðalög vegna Covid hafa einnig sett strik í reikninginn sem dæmi þurftu allir sem keppa á HM núna að fá sérstaka heimild NIE til þess að koma til Bandaríkjana þar sem landið er lokað fyrir fólki úr flestum löndum vegna Covid (NIE- National Interest Exemption). Það eru helstu ástæður fyrir því að hópurinn er fámennur að þessu sinni.

Hægt er að fylgjast með úrslitum af mótinu hér

https://www.ianseo.net/Details.php?toId=9244

https://worldarchery.sport/competition/22722/yankton-2021-hyundai-world-archery-championships/results#!/

https://info.ianseo.net/Search/InfoTeam.php?Id=26102

Myndir af mótinu frá WA https://worldarchery.smugmug.com/TARGET-OUTDOOR/YANKTON-2021