EM í field er að hefjast núna. Guðbjörg er að keppa í fyrsta sinn í víðavangsbogfimi (field). En berbogi er aðeins keppnisgrein í 3D og Field bogfimi en ekki í markbogfimi.
Guðbjörg er með stelpum frá Bretlandi og Slóveníu í hóp í berboga U21 (Barebow Junior Women). Við teljum líklegt að Guðbjörg gæti verið með hærri skorandi stelpunum í hennar flokki.
Hægt verður að fylgjast með úrslitum EKKI LIVE á ianseo.net Rétt rúmlega 200 manns eru að keppa á mótinu í heild. 8 í berboga U21 kvenna.
Fyrsti dagur undankeppni er í dag. Áætlað er að undankeppnin í dag verði um 6 klukkutímar og að heildarniðurstöður dagsins verði komnar um 16:00 á staðartíma.
Þjálfara og liðsstjórar er bannað að fylgja íþróttafólki í gegnum völlinn á meðan undankeppni og útsláttarkeppni er i gangi og því næ ég ekki mörgum góðum myndum af keppendunum á meðan á keppninni stendur.
Á fyrsta degi er skotið er á 24 skotmörk á ómerktum vegalengdum. Skotið er 3 örvum á hvert skotmark og hámarks stig per ör er 6 stig. Annar dagur undankeppni er á morgun þar er skotið á 24 skotmörk á þekktum vegalengdum frá 5 metrum upp í 60 metra.
Æfingardagur og búnaðarskoðun var í gær og gekk vel þrátt fyrir vandræðin sem gengu á við að komast til Slóveníu. https://archery.is/em-farar-strandaglopar-i-thyskalandi/
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af æfinguni.